Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 46
44
Hlín
nokkrar krónur að útbúa steypibað yfir gólfsvelgnum,
hann tekur við skolvatninu, sem engin sparar, sá er
kann að baða sig. Að nota bað, a. m. k. vikulega, lserist
best með því að geta gripið til baðtækjanna umstangs-
lítið.
Flestir strauja þvottinn í eldhúsinu, en það ætti
ekki að gera.við eldhúsbekkinn, því hann er.of hár og
óþægilegur til þeirra hluta, heldur við sjerstakt strau-
borð, sem má láta falla inn í vegginn, þegar það er
ekki notað, Járnin eru hituð á eldavjelinni. — Eldhús-
gólfið þarf að vera ljett að ræsta, en þó má það ekki
vera of hart viðkomu. Margar konur kvarta um fóta-
verk á steingólfunum. Fiísar eru ótækar. Heppilegast
mun linoleum vera með flókapappa undir, þar til
gúmmídúkarnir verða ódýrari. En engin ætti að sjá í
að gera eldhúsgólfin þægileg. Væri nær að bera minna
í stofugólfin, sem oft eru lögð dýrum ábreiðum.
Það þarf að athuga það við smíði eldhúsanna að
forðast alt útflúr, strik og lista, svo að ræstingin verði
sem auðveldust, og hafa ekki opnar hiilur, sem ryk og
rusl safnast á.
Margir hallast nú að því að hafa nokkuð hátt upp
í eldhúsg'luggana, það gefur meira veggpláss, en það
þarf að gæta þess að haga svo gluggum, að góð birta
falli á þá staði, sem mest er unnið við. Eldhúsið ætti
ekki að snúa á móti suðri, en vesturgluggar á eldhúsum
eru heppilegir, nýtur þá sólar seinni hluta dagsins.
Eldhúsið verður að vera ljósmálað, en margir hafa
skápa dökka utan. Með raftækjum og vaxandi hrein-
lætiskröfum kemur að því, að eldhúsin verða höfð mjög
ljósleit frá gólfi til lofts.
Jeg hefi nú aðeins drepið á'það helsta, sem hugsa
þarf um, þegar á að útbúa eldhús fyrir nútíma hús-
mæður.
Gæti það orðið til þess að vekja ykkur, konur, til