Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 109
Hlín
107
unum. Hettu er líka ágætt að hafa með sjer, ef um
lengri ferðir er að ræða. Þær ættu að verða algengari
en þær nú eru.
Það er furðulegt, að íslendingar skuli gersamlega
hafa lagt niður loðskinnsflíkurnar, eflaust eina þjóðin
svo norðarlega á hnettinum, sem ekki notar loðskinn
svo teljandi sje. Þau væru þó notándi í þeim feikna
næðingum, sem ósjaldan hertaka menn og skepnur
hjer á landi, einkum að vorlagi. Nóg eigum við þó af
loðskinnum, en virðum þau lítils eins og flest það, sem
landið okkar gefur af sjer.
Mjer er minnisstæður atburður frá einu þessu kalda
vori á Norðurlandi. Á bæ, sem jeg var á, veiktist hver
af öðrum af þeim mönnum, sem voru úti við skepnur,
beinlínis af kulda. Prjónafötin, þó þau sjeu íslensk, og
útiend hlífðarföt duga ekki í íslenskum næðingum. Það
er skinnið eitt, sem þar hjálpar, eða svellþæfðir, ís-
lenskir dúkar.
Þeir fáu, sem hafa fengið sjer skinn í úlpufóður
(kiðlingaskinn, kálfsskinn eða folalda), geta ekki nóg-
samlega dásamað, hve það sje hlýtt og gott.
Fegrun og smekkvísi í klæðnaði. Allir vilja klæða
sig fallega og er það engum láandi, en þar kemur
margt til greina: Fataefni, litur, snið og svo náttúr-
lega efnahagur hvers eins og smekkvísi. — Margir eru
þeirrar skoðunar, að því meira sem borið er í klæðn-
aðinn, því fallegri sje hann, en það er hinn mesti mis-
skilningur. — Börn og unglingar eru t.^d. best klædd
í fábrotnum og útflúrslausum fötum, það hæfir þeim
árejðanlega langbest. Æskan skreytir sig sjálf. — Það
er smekklaust að punta börn upp í silki og margbreytt-
an klæðnað úr dýru efni með krögum, slaufum og
mörgum litum eins og brúður eða stæling af þeim full-
orðnu.
Mikið silfursleginn og útsaumaður fatnaður með