Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 38
86
Hlín
bygða, en sum fæddust andvana. Gæti jeg nefnt nöfn
tveggja kvenna, sem um miðja nítjándu öld sættu þess-
um kjörum. — • En vanalega voru það unglingar og
roskið kvenfólk, sem haft var til tjaldaveru, hafði þá
ein þeirra alla stjórn og umboð húsbændanna. .
Víst mundi það nú á tímum geta verið þjóðráð að
stofna hressingarhæli uppi í landi við »heiðavötnin
blá«, og tína fjallagrös hverja veðurfæra stund. Svo
mætti fara í tjaldið eða hælið og kveikja á »Primus«,
eða brenna ilmandi lynginu úti undir katlinum þess á
milli. — Nú liggur fólk í tjöldum úti á Þórsmörk, í
Þrastaskógi eða uppi á reginfjöllum, sjer til skemtun-
ar, án þess að vinna sjer, landinu eða kónginum nokk-
að til framfæris eða hagsbóta. — Þó vil jeg ge‘ta um
eitt dæmi »gott og fagurt«, að stúlka ein, sem býr í
heiðarbýli, er búin að tína 7 fjórðunga af fjallagrösum
á þessu herrans ári 1928; eru þau fjaðurljett, þurr og
hrein. ' G. S.
Eldhúsin og tilhögun þeirra.
Erindi fhitt í Laugaslcóla á fundi S. N. K. 22. júní
1929 af Sveinbirni Jónssyni, byggingarfræðmgi á
Knararbergi.
Jeg hefi lofað formanni S. N. K. að flytja hjer stutt
erindi um tilhögun í eldhúsum, en þar sem jeg er ekki
nein eldabuska, kann ekki einu sinni að elda algengan
hafragraut, má ekki búast við að jeg geti gefið algild-
ar reglur um tilhögun í eldhúsi. En.jeg vil hinsvegar
hvetja til þess, að meiri alúð, meiri rækt sje lögð við
útbúnað þessara hinna mörgu verkstæða, sem eru svo
sjálfsögð og ómissandi á hverju bygðu bóli á landinu.
Þar er mikið verðmæti haft með höndum, og mikils um
vert fyrir heilsu þjóðarinnar, að tilhögun sje hin besta.