Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 17
Hlín Í5
kvenna. Fjelausar gátum við engu til leiðar komið,
stofnuðum því á fyrsta sumri til útiskemtunar, sem
varð okkur talsvert arðsöm. — Síðan höfum við haft
þann sið að hafa hlutaveltu eða bögglasölu á hverju
vori,' með gleðskap og kaffiveitingum á eftir. Þetta
hefir verið aðaltekjugreinin. Auk þess hafa fjelaginu
nokkrum sinnum borist peningagjafir frá góðkunn-
ingjum, sem eru því hlyntir. Því miður höfum við ekki
getað verið stórgjöfular, aðeins sýnt hluttekningu,
einkum þeim, sem veikindi hafa steðjað að, minst höf-
um við gefið 10 kr., mest rúmar 100 kr. í stað, oft þar
á milli. — Svo hefir nokkrum sinnum verið gefinn til-
búinn, heimaunninn fatnaður.
Með fyrstu framkvæmdum kvenfjelagsins var það,
að útvega á sinn kostnað stúlku, til þess að vera til að-
stoðar á fámennum heimilum í sveitinni, þar sem svo
stóð á, að húsmóðirin lá á barnssæng, en enginn var til
að hjúkra móður eða barni. Til allrar óhamingju gát-
um við ekki haldið þessum góða sið nema nokkur ár,
vegna þess að konan, sem þessu hjálparstarfi gegndi,
fluttist burt úr sveitinni, en engin fjekst í hennar stað.
— Gaulverjabæjarkirkju hefir kvenfjelagið gefið alt-
arisdúk, hökul og rikkilín.
Eins og getið var um, er það eitt atriði í stefnu okk-
ar fjelagskvenna að hlynna að heilbrigðri sveitamenn-
ingu, vildum við sýna lit á því og gáfum til Suður-
landsskólans fyrirhugaða 500 kr., í þeirri von og trú,
að skólinn verði reistur og rekinn á þjóðlegum grund-
velli. — í fyrravor lagði fjelagið frani 500 krónur til
húsbyggingar í sambandi við ungmennafjel. hreppsins,
hefir með því trygt sjer skýli. — Sagan nær ekki
lengra, næsta áhugamál okkar er að koma á fót heimil-
isiðnaðarnámsskeiði, helst næsta vetur, mun það tak-
ast eins og margt fleira gott, ef við verðum hugsjón-
um okkar trúar. S. E.