Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 51
tllín
49
um þjóðanna, þá leið ekki á löngu, að alþýða manna
tók venjuna upp líka, og hjá alþýðunni hjelst þessi sið-
ur lengur. — Það var venja hjá sænskri og noskri al-
þýðu, alt fram á 19. öld, að tjalda stofur sínar við há-
tíðleg tækifæri. Og það er ekki langt síðan, að það var
alsiða á fslandi að tjalda stofur, skála og skemmur með
áklæðum og brekánum, þegar veislur voru haldnar.
Kom þe'ssi venja eflaust af þeirri þörf, sem þegar frá
öndverðu gerði vart við si'g, að veggir voru auðir og
kuldalegir: torf, stein eða bjálkaveggir, sótugir og
svartir, og bekkii- harðir og óhægir. En hinsvegar
reykur og sót í húsunum, svo dúkunum eða reflunum
mátti ekki tjalda alla daga.
Norðmenn og Svíar hafa víða tekið þennan forna
sið upp að nýju. Á síðastliðnu sumri voru ofin skraut-
tjöld sett upp við hátíðlegt tækifæri í Voss lýðhá-
skóla í Noregi (krókar til í veggjunum að hengja á),
og Svíar taka víða hægindi: Sessur og'stangadýnur úr
bekkjum hversdagslega, það þykir meira hátíðabrigði,
ef sjaldan er tjaldað.
Vefstólarnir sem notaðir hafa verið frá því að sögur
hófust, og að því er ísland snertir fram til loka 18.
aldar, er Kljásteinavefstóllinn, sem hjer á landi hefur
verið kallaður »íslenski vefstóllinn«, til aðgreiningar
frá »danska vefstólnum« svonefnda, sem smásaman
breiddist út um landið frá »Innrjettingum« Skúla fó-
geta, og að. því er Austurland snertir frá Jóni
»vefara«.*
Steinavefstóllinn var mjög einfalt verkfæri. Uppistaðan eða
igarnið« lá lóðrjett, og í hvern þráð voru bundnir steinar,
kljásteinar, til að halda þráðunum strengdum. Þegar fært var
fram, þurfti að leysa hvern einasta stein, og var það seinlegt
• Jón »vefari* var einn af þeim 4 íslendingum, sem Danakonungur
bauð utan til verklegs náms um aldamótin 1800,
4