Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 52
60
Hlín .
verk. — Skilið var myndað með skafti, sem var smeygt inn
þannig, að annarhvor þráður lá fram fyrir það, en hinn aftur
fyrir. Hitt skilið var gert um leið og ofið var, með því að
draga fram með hendinni þráð fyrir þráð. Seinna fóru menn
að nota höföld, en þau voru ófullkomin í fyrstu, voru fest á
skaft, og aðeins þræddir í þau þeir þræðir, sem lágu bak
við skilskaftið. — Gamii vefstóllinn er enn, með nokkrum
breytingum, notaður við myndavefnað, en ívafinu er nú ýtt
niður í skilið, en áður var ofið neðan frá og upp.* * Að uppistaðan
liggur lóðrjett, hefur þann kost, að hægt er að sjá uppdráttinn,
myndina, á bak við uppistöðuþræðina — og svo hitt, að
vefstóllinn tekur mjög lítið rúm. —
Myndavefnaður, ofinn á þennan hátt, er á síðari árum mjög
mikið tíðkaður hjá frændþjóðum okkar, Svíum og Norð-
mönnum. Listamenn- og konur hjálpast þar að með að gera
hin dýrustu og fegurstu tjöld, sem eru metin á þúsundir króna.
Eins og rekja má sögu vefnaðarins í gamla steinavefstólnum
margar aldir aftur í tímann, þannig hefur og heppnast að finna
þær leiðir sem spjaldvefnaðurinn hefur farið, ferill hans verður
rakinn alla leið suður til Egyptalands og austur í Asíu, þaðan
er hann án efa kominn til Vesturlanda.
í Eddukvæðum, Guðrúnarkviðu II., segir svo:
>Húnskar meyjar þærs hlaöa spjöldum
ok gera goli fagrt svát þjer gaman þykki«.
og enn stendur í Guðrúnarkviðu:
>Þá frá Grímhildur, gotnesk kona
hva'r værak kominn, hyggju þrungin,
hún brá borða ok buri heimti
þrágjarnlega þess at spyrja.
íslenski spjaldvefnaðurinn er gullfallegur, og að því er
virðist frumlegastur og fegurstur af bandavefnaði Norðurlanda.
í
* Það er álitið, að allur vefnaður hafi i fornöld verið ofinn á þennan
hátt, þó þykjait menn hafa fyrir satt, að Égyptar hafi þekt þá
aöferð að vefa neðanfrá og upp.