Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 20
Í8
tílín
þegar matarráðin fóru að þrengjast fyrir alvöru hjá
þeim. — Kenningar Dr. Hindhede hefir Steingrímur
læknir útlistað rækilega í formálanum fyrir mat-
reiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur á Akureyri. —
Helsta rit hans er: M. Hindhede: Dyrtids Kogebog
Kbhn & Kria.
Þá er Dr.'Kellogg, amerískur læknir. Hann er líka
jurtaæta og álítur, að fjöldi þeirra sjúkdóma, sem
mannkynið þjái, stafi af óhollri fæðu og ofáti. Matar-'
fræði hans er því ekki aðeins matreiðslubók fyrir heil-
brigða, heldur jafnframt lækningabók fyrir sjúka.
Kveður hann mikið mega lækna með hentugri jurta-
fæðu, og hefir sannað kenningu sína með því að halda
heilsuhæli; og sækir þangað árlega fjöldi sjúklinga. —
Jónas Kristjánsson, lælpir á Sauðárkróki, hefir ritað
um Dr. Kellogg og útbreitt kenningar hans. Heilsu-
hælið Skodsborg við Kaupmannahöfn, fylgir, að sögn,
líkri aðferð, og hafa margir hjeðan af landi leitað sjer
þar heilsubótar. —
Sá er dýpst hefir lagst í þessum fræðum, af þeim
sem jeg þekki, er Dr. J. König, prðf. í Munster, gam-
all efnafræðingur, sem alla sína æfi hefir fengist við
lífræna efnafræði og lífeðlisfræði sem sjerfræðigrein.
Bók hans: Nahrung und Ernáhrung des Menschen,
1926, er notuð hjer við læknadeild háskólans. — Dr.
König er alæta, álítur að ekki sje um það að sakast
hvaðan efnin sjeu fengin, heldur sje aðálatriðið, að
líkaminn fái öll þau efni, sem hann þarfnast, og hæfi-
léga matreidd. Næringarefnin telur hann vera 6:
1. Köfnunarefnissambönd — eggjahvítuefnin.
2. Fitu — hvort heldur er úr dýra- eða jurtaríkinu.
3. Kolvetnin — sykurefnin úr rófum og ávöxtum.
4. Hratið — iðrafyllina.
5. Steinefnin — kali, natri, kalk, magnesia, járn, man-
gan, fosfórsýru, klor, kísilsýru o. fl.