Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 59
Hlín
57
listasvip á hina smæstu og lítilfjörlegustu hluti: á
þráðarlegginn læsta, leppinn slingda, gjörðina
brugðnu og snældusnúðinn skorna.
Á hinum örðugustu tímum í sögu þjóðarinnar, hjelt
hún listfengi sínu og þroskaði það, fjötruð af verslun-
aránauð, harðindum, drepsóttum. — Gömlu hannyrða-
konurnar sátu í hnipri á fótum sjer uppi í rúmi síhu
í köldum og dimmum baðstofum og ófu skrautböndin
eða saumuðu listasauminn.
Við megupi ekki vera eftirbátar þeirra karla og
kvenna, sem svo erfiða aðstöðu áttu, um að prýða
heimili vor með handbragði okkar.
Vefnaðurinn hefur,- ásamt trjeskurðinum, verið
helsta heimilisprýðin um aldir, og svo mun enn verða.
Vefstólar ættu að vera til á hverjum einasta sveita-
bæ, eins og áður var, og mörguro kaupstaðarheimilum
líka, og þeir ættu að fást ódýrir, smíða^ir hjer á landi,
þótt nú sjeu þeir innfluttir eins og annað; þeir þurfa
ekki að vera margbrotnir eða stórir, því allur almenn-
ingur kemst af með fjórskeftan vefnað, af honúm erU
ótal afbrigði. Allur íslenskur útvefnaður er t. d. ofinn
í fjórskeftum vefstólum.
Vefnað okkar þarf að endurskoða og byggja hann
upp að nýju á íslenskum grundvelli, kveða niður þá
grýlu, að ekki megi nota íslenskt efni í skrautvefnað,
vanda vel til.litanna, svo vel megi standa. — Okkur
vantar góða íslenska vefnaðarbók með íslenskum gerð-
um og nöfnurn, og við þurfum að eignast fleiri og vel
menta vefnaðarkennara, sem eru vel að sjer í íslensk-
um vefnaði, og vilja vinna að endurreisn hans. — Og
í sambandi við þetta þurfum við að eignast góða út-
sölu, sem kaupir af framleiðendum góðar vörur gegn
peningum út í hönd.
Ef kvenþjóðin íslenska legði þá alúð við vefnað
bygðan á þjóðlegum grundvelli, sem hún um tugi ára