Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 98
96
Hltn
minn einn þeirra. Á meðan á borðhaldinu stóð, fór
fram hljóðfærasláttur og söngur, minni voru flutt og
ræður haldnar.
Um miðjan dag lagði konungur af stað frá Þing-
völlum; hafði mannfjöldinn raðað sjer á báða bóga í
Almannagjá, áður en konungur og fylgdarlið hans reið
upp gjána. Um leið og hann fór upp úr gjánni var
hrópað margfalt húrra, og stýrði því Lárus Blöndal,
sýslumaður úr Dalasýslu, síðar í Húnavatnssýslu.
Aldrei hefi jeg heyrt húrrahróp takast betur. allir
voru samtaka og síðan tóku klettarnir við, svo berg-
málið og hljómurinn fylti gjána.
Veður hafði verið þurt og gott á hátíðinni, en þenn-
an dag var dimt yfir, og þegar leið á daginn tók að
rigna, og færðu menn sig þá inn í tjöldin, og skemtu
sjer með söng og ræðum. Sumir lögðu af stað frá Þing-
*•
völlum um kvöldið, en flestir fóru daginn eftir, 8. á-
gúst, og var þá lokið þjóðhátíðinni á Þingvölium. Hún
hafði, að dómi útlendra gesta og innlendra, tekist vel
og sómasamlega eftir atvikum, og allir farið þaðan
glaðir og ánægðir.
Guðsþjónustugerð hafði, samkvæmt skipun stjórn-
arvalda, verið haldin um land alt í minningu 1000 ára
byggingar landsins, og víða orktir sjerstakir sálmar
við það tækifæri. í flestum sveitum og sýslum voru
haldnar hátíðir í minningu afmælisins og margar ul-
komumiklar.
Reykvíkingar voru ekki vel ánægðir með hátiðina 2.
ágúst og hjeldu því aðra þjóðhátíð síðar um sumarið
(30. ágúst) á Geirstúni og tókst hún ágætlega. Veður
var hið besta, söngur mikill, ræðuhöld og dans. Síðast
um kvöldið var skemt með flugeldum,
Erlendis, þar sem íslendingar áttu heima, hjeldu
þeir einnig minningarhátíðir. Á Norðurlönduni voru
haldnar hátíðir og samsæti í tilefm af hátíðinni hjer
heima, og svo gerðu einnig Norðurlandabúar víða í
Ameríku.