Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 122
120
Hlín
Ferðaminning.
Gott var að útliti morguninn 19. júní 1928, þá hafði
kvenfjelagið »Unnur« á Rangárvöllum ákveðið að fara
til Hraunteigs (Hraunteigur er upp undir Heklu), ef
veður leyfði. Af stað var farið, þó vindur væri nokkur
í vestri, en hann þótti ekki til fararbóta yfir molduga
sanda Rangárvalla, en ekki var ómögulegt að vindur-
inn kæmi ekki austur eða þá drægi niður. Svo var af
stað haldið. Fyrst til Reyðarvatns, þar sem fjelagar
voru fyrir, og flestir skyldu hittast kl. 10 f. h. Gestum
var þar tekið með opnum örmum að vanda, en illa
safnaðist af liðinu; þar við bættist, að mæðgurnar þav
á staðnum gátu ekki farið með, og nú fór að hvessa.
Samt var með mestu ánægju tekið til að drekka kaff-
ið þar og notið fleiri gæða.
Þegar útsjeð var um það, að fleiri mundu koma,
var farið að týgja sig til að halda ferðinni áfram, þó
moldarmökkurinn væri þá orðinn töluvert mikill og
heldur óárennilegur, en það glaðnaði yfir, þegar Ingi-
björg kom ferðbúin til að fylgja okkur nokkuð áleiðis,
þó hún treysti sjer ekki alla leið til Hraunteigs. Með
auknum áhugá á ferðalaginu var farið úr hlaði með
þökk í huga fyrir viðtökurnar. Svartur moldbylurinn
var nærri því í fangið, en foringi okkar, Ingibjörg,
var öruggur leiðtogi, og glatt var yfir okkur öllum.
Fögnuðurinn var samt mestur, þegar sólskin og brekk-
ur með blessuðu logni tóku á móti okkur hjá Stein-
krossi, og þá sáu ferðafjelagarnir hver til annars, sem
höfðu ákveðið að hittast þar. Hestarnir fengu sjer
bita, en við mösuðum um hvað margt vantaði af fje-
lögunum og um framhald ferðarinnar. Nú kvaddi Ingi-
björg og hvarf okkur í gin rjúkandi ófreskjunnar, 'en
með góðan hug og þakklæti að baki sjer,