Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 115
113
Hlin
úru« — móðurinnar, sem kann uppeldistökin best —
sem lætur orsök og afleiðingu fylgjast svo vel að, að
ekki er um að villast fyrir hvað hún er að hegna eða
aga. Slítirðu blómið úr varpanum, máttu sakna þess
þaðan um langan tíma. Takirðu það upp með rótum,
máttu leggja á þig erfiði til þess að gróðursetja það,
og þú verður, ef til vill, að sýna því alla nákvæmni, til
þess að það þoli rótarskerðingu og færslu og kunni við
sig í nýju heimkynni. Stíflirðu lækinn, rennur hann
ekki í farveg, fyr en.þú hefir tekið stífluna úr aftur.
Færist steinn úr stað í fjallinu, veltur hann ofan og
tekur ef til vill fleiri steina með sjer og gerir hættu-
lega skriðu.
Mikill munur er á uppeldi kaupstaða- og sveita-
barna. Þegar kaupstaðabarnið fer að geta vappað úti,
þá er oftast ekki annar leikvöllur til fyrir það en ryk-
ug eða forug gatan með skrölti, hávaða, ys ög þys.
Barnið tekur óðfúst við öllum nýungum, góðum og ill-
um, vegna ósjálfráðrar þroskalöngunar, en oft verða
þær aðeins augnabliks fró. Barnið þekkir ekki þann
frið, sem móðir náttúra veitir, en af eðlishvöt leitar
það hans, og meðan hann ekki finst, er andanum sval-
að með augnabliks nýungum. — Hvað er eðlilegra en
að slíkt móti hverflynda augnabliksmenn, er mest
hugsa um útlit líkama og fata, og finna augnabliksfró
í heimskulegri tísku og öði*um lítilsverðum tilbreyt-
ingum. — En sveitabarnið kemur út á gróna völlu, í
hreint og tært andrúmsloft, og um leið og það andar
því að sjer, streymir óþekt lífsafl um líkama og sál. —
Friðurinn, sem ríkir í náttúrunni, gerir skapið ósjálf-
rátt rólegt og staðlynt. — Skrúðgrænt grasið, glitofið
blómum undir fótunum vekur fegurðartilfinningu,
næstum lotningu, þægilegf er að hvílast á því, ilmur-
inn er angandi, kyrðin unaðsleg. — Eftir því sem
8