Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 18
I
10 HUn
Heilbrigðismál.
Maturinn.
Erindi flutt í Hinu íslenska kvenfjelagi í Reykjavík af
Jóni Jónssyni, lækni.
Ekki er alt matur, sem í magann kemst.
»Matur er mannsins megin«, segir máltækið. Vjer,
sem erum orðnir eldri menn, höfum lifað á hinni mestu
byltingaöld, sem runnið hefir yfir þetta land.. Á
engu sviði hefir þó umbyltingin eða breytingin orðið
eins mikil og í mataræðinu. Nú höfum vjer ráð á öll-
um þeim mat, sem finst á jörð vorri, öllu sem ætilegt
er í heiminum, jafnvel Suðurhafseyja-ávextir: brauð-
aldin eða bjúgaldin fylla búðirnar í kauptúnunum, í
stað þess að áður var mataræðið bundið við framleiðslu
landsins sjálfs með lítilli viðbót af korni. Breytingin
hefs.t um 1850, með verslunarfrelsinu, og helst áfram
til 1920, og má nú svo heita, að í sumum kauptúnum
sje algerlega útlent mataræði, allskonar kryddrjettir
úr kjöti og fiski, sætsúpur og ávaxtasúpur — marga-
rine og plöntufeiti með og í matnum. — Ábætirar og
lostæti alt eftir útlendri tísku, með áberandi fjöl-
breytni í allri matreiðslunni. Matreiðslan er orðin að
list, sem bygð er á smekkvísi einstakra manna og
kvenna, sem finna upp nýja og nýja matarrjetti og
ráða tískunni líkt og á sjer stað í útlendum klæðaburði.
En einmitt á þessu tímabili, eða sjerstaklega nú á
þéssari öld, 20. öldinni, er að myndast sú fræðigrein,
sem nefna mætti matarfræði, er styðst aðallega við
hina lífrænu efnafræði og lífeðlisfræðina, en þær
kenna af hvaða efnum og efnasamböndum líkami