Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 133
tílín
131
Kvenkostir.
Kctfli úr ritgerð, er birt var í fjelagsblaði »Vonar« á
Þingeyri.
Frá alda öðli hafa verið til ýmsar tegundir mann-
kosta. Að nokkru leyti eru mannkostir vöggugjafir,
pund, úthlutuð mönnum tíl ávöxtunar; sumpart hefir
uppeldi og menningaráhrif mótað þá. — Hvort sem
heldur er, ber að leggja alúð við ræktun þeirra. Þeir
eru ávaxtaríkir meiðar mannlífsins, jafnframt því,
sem þeir eru kjölfestan á siglingunni um lífsins sjó.
Án mannkosta ber mannlífið engin blóm, er lesa má
aldin af síðar; eigi heldur er unt hjá því að komast,
að hafa mannkostina innanborðs, ef á móti blæs, og
viðunanleg höfn á að nást.
Fjelög eru samlög einstaklinga, og þá fyrst og
fremst menningarsamlög. Fjelög eru reist í ákveðnu
augnamiði, til þess að vinna að einu öðru framar, en
eiga þó~samtímis að vera menningarberar fjelögum
sínum, hjeraði og þjóð. Án þess bera þau frá upphafi
feigð í barmi. — Menningarlaus framtök eru óhugsan-
leg. — Kvenfjelög þessa lands vinna að góðgerðasemi,
viðreisn .á efnahag bágstaddra, eflingu og endurreisn
heimilisiðnaðar á þjóðlegum grundvelli og eftir því,
sem mjer skilst, kvenlegri þjóðerniseflingu, andlegri
og verklegri. Þetta er göfug hugsjón og heilnæmt
vinnuframlag. — Ytra verksviðinu hefir þó meira á
borið til þessa en hinu innra: þjóðernisræktuninni. —
Gömul og ný dæmi og fyrirmyndir mætti þó fá, sem
heilla og örva. Þjóðemiskendin er runnin fslendingum
í merg og blóð. En hana þarf að vekja og glæða. Það
er og hlutverk kvenfjelaganna.
9*