Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 48
46
Hlín
Þegar hirðinginn tók sér fastan bústað, festi hann
hin fagurlituðu tjöld sín á veggina eða gerði sér af
þeim dragtjöld milli stólpanna og súlnanna í húsinu.
Frá hinum fornu menningarþjóðum Áusturlanda
barst svo þessi tíska til Vesturlanda, en ekki einungis
tískan heldur og kunnáttan. Menningarþjóðir Vestur-
landa Ijetu sjer ekki til lengdar lynda að flytja inn
skrauttjöld frá Austurlöndum, heldur fengu sér þaðan
kennara í listinni. En þegar æfingajg leikni var feng-
in, setti hver þjóð sinn sjerkennilega svip á gerðirnar,
skapaði sjálf, svo þær má nákvæmlega greina hverja
frá annari. —
Grikkir og Rómverjar lögðu mikið í kostnað að
afla sér skrauttjalda, og á seinni árum hafa fundist
leynihvelfingar austur þar, sem geymdu hin dýru tjöld
ríkismannanna á þeim tímum. — í borgarrústum Ba-
bylonar og Pompei hafa fundist krókar í veggjunum,
sem talið er víst að notaðir hafi verið, þegar húsin
voru tjölduð.
í Oddyseifs-drápu Homers er sagt frá vefnaði Pene-
lópu, konu Oddýseifs. »Jeg setti upp vef mikinn og óf
smágjörva og ummálsniikla voð í herbergi mínu«, seg-
ir þar, og það ep til mynd og, Penelópu við vefstólinn
(frá 5. öld f. Kr.).
Og ekki voru Egyptar eftirbátarnir, það sýna hinar
víðfrægu fomleifar frá Efra-Egyptalandi, sem upp-
götvuðust um 1880. Fanst þar mikið af vefnaði, bæði
fatnaði og tjöldum, hinir mestu dýrgripir, sem enn
halda lit og gerð svo vel, að furðu gegnir. Það má ljós-
lega sjá og þekkja skyldleika vefnaðar og hannyrða
nútímans við þessa forngripi. Koptum, hinum kristnu
bláum purpura, rauðum purpura, skarlati og tvinnaðri baðm-
ull, var það tilbúið með listvefnaði og kerúbar á«.