Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 120
118
Hlín
kynnig1 sem engin yrði, ef hver baukaði í sínu horni.
En til þess að fjelagsskapur verði meira en nafnið
tómt, þarf samúðm að verða eign okkar allstaðar, það
er ekki nóg að láta hana fylgja stöku stórmálum eins
og skraut á viðhafnarbúningi, heldur verður hún að
vera æfð og þroskuð í hversdagslífinu.
Á heimili okkar, hinum kæra blessunarríka reit,
sem í fjarlægðinni fyllir hugann þrá og í nærveru veit-
ir öryggi og gleði, á staðnum, »þar sem að fyrst stóð
vagga vor,« og þar sem flestir loka síðast líkamsaug-
um, þar þarf samúðin að vera sá heilagi eldur, sem
aldrei deyr.
Sem betur fer, er samkomulag víðast hvar gott á
heimilum, sem jeg þekki, en samúðin hefir í sjer fólg-
ið meira djúp en það, að láta vera að deila hver við
annan, hún er sá innileiki, sem gleðst og hryggist með
öðrum, og hún er sálinni hið sama sem hreint loft
er líkamanum. Hver heimilismaður gétur mikið gert
til þess að samúðin verði eign heimilisins, en þó er
það sjerstaklega húsrnóðirin, sem það blessunlarríka
starf hvílir á. — Það er ekki út í bláinn, að þetta virð-
ingarnafn hefir verið sett á forráðakonu hvers heimil-
is, heldur hafa feður vorir og áar fundið til þess, að
hún bar móðurhug til heimilismanna, sá þeim ekki ein-
ungis fyrir því sem líkaminn þurfti með, heldur ljet
móðurhug sinn ljóma yfir allri sambúðinni, því eins og
flestir vita, er sá hugur viðurkendur sem ein helgasta
tilfinning sálarinnar: »Sannleiks sigurboði, signing
drottins há«.
En gætið þess allar, þjer konur, sem öðlist þá virð-
ingarstöðu að verða mæður barna eða heimila, að
þeirri stöðu fylgja skyldur, og þær skyldur eru svo
víðtækar og háleitar, að þær bera með sjer blessun í
þriðja og fjórða lið, já, jafnvel í þúsund liðu. — Sýnið
börnum yðar og heimilismönnum samúð, ekki síst þeim