Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 27
TJlín
25
unum. Þá má telja sennilegt, að skyrgerð sje heilnæm-
ari en ostagerð og ætli rúggrautarnir sjeu ekki hafra-
grautunum betri? — Alt virðist benda á, að hræring-
ur úr rúggraut og skyri hafi verið holl og góð fæða
með nýmjólk út á.
Næst mjólkinni þykir mjer sennilegt, að nýr, feitur
fiskur komi, og af þeim fiskitegundum, sem hjer fást,
vildi jeg benda á að hrognkelsin eru eflaust í fremstu
röð. Nýr rauðmagi með lifur og hvelju, vel framreidd-
ur (soðinn), er sá hollasti matur, sem jeg þekki. Jeg
hefi aldrei sjeð börn og unglinga breyta eins snögglega
útliti til bóta eins og' af rauðmagaáti. Af hrognkelsum
veiðist hjer við land árlega 600 þús., en mætti eflaust
margfaldast, jeg vil segja 10 faldast, ef alúð væri lögð
við veiðina. Lifraðir kútmagar og nýir þorskhausar
vita allir að er sá hollasti matur sem unt er að fá. Ætli
það væri ekki fjárhagslega nokkur munur á að lifa á
þessu góðgæti, í fiskiþorpunum og á fiskiskipunum,
heldur en á steik eða saltkjöti eða öllum þeim kræs-
ingum, sem nú þykir við eiga að bera á borð.
»Á morgun vil jeg hafa rjett, sem enginn hefir
smakkað fyr«, sagði hershöfðinginn við matsvein sinn;
og skipun hershöfðingjans varð að hlýða. — »Hvaða
ágætis rjettur var þetta«, sagði hershöfðinginn næsta
dag, að endaðri máltíðinni. »Jeg þori ekki að segja
það«, sagði strákur. »Vertu óhræddur, þjer er óhætt
að segja það«, sagði hershöfðinginn. »Það er... það eru
sólarnir undan ónýtu stígvjelunum yðar«, stamaði
matsveinninn.
Mjer virðist margt benda á, að þjóð vor sje að kom-
ast á sama stig og hershöfðinginn.
Sje rjett athugað eru fáar þjóðir, sem framleiða
betri eða fjölbreyttari fæðutegundir en vjer. Því fyrir
utan mjólkina, höfum vjer kjötið og innmatinn úr
húsdýrunum, Hvað á að segja um slátrið, — lifrar-