Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 126
124
tílin
morgun hafa verið að hugsa um það, að gaman væri
að fara til Hraunteigs einhvern þessara sólskinsdaga,
því þangað hafði hún aldrei komið. — Jóhanna og börn
hennar urðu samt til þess að auka á ánægju ferðar-
innar. Sýndu þau okkur hólma, sem er þar við bæinn.
Drengirnir lögðu skyndibrú á lækinn, sem er all-vatns-
mikill, og verður hann að líkindum einhverntíma látinn
fá meira að starfa, en að vakta hólmann með hríslun-
um þremur, sem þar standa. Sagan segir, að þarna
sjeu grafin systkini og barn þeirra, er 'öll hafi verið
af lífi tekin. Samt virðist ekki hafa verð fullljós sekt
þeirra, því þau ummæli fylgdu, að væru þau saklaus.
myndu trje vaxa á gröfum þeirra. Trjen, sem þarna
standa, og eru farin að verða ellileg, eiga því að sanna
sakleysi hinna dauðadæmdu, og varpa þau helgiblæ
yfir staðinn. — Aldrei er þar neitt slegið eða hreyft.
— Góðan tíma var setið þarna við rætur trjánna í litla
hólmanum, sem lækurinn heldur svo sterkan vörð um.
Sólin roðaði vesturloftið. Til minningar um komuna
þarna tókum við okkur skúf af reyrgrasi, sem þar var
gnægð af. Hólminn, Jóhanna og börnin voru kvödd með
hlýjum huga, þökk og heillaóskum.
Nú skildu vegir. Fór Guðný ein og örugg heimleiðis,
en við, hinar konurnar, hjeldum enn hópinn, og bráð-
um fóru bæirnir að koma í ljós beggja megin árinn-
ar, en ekki mátti tefja ferðina, þó gaman væri að heilsa
kunningjunum. Þetta fór þó á aðra leið, því bóndinn á
Þingskálum kom í veg fyrir ferðafólkið, og sagði að
kaf-fið væri tilbúið. heima^ svo því var tekið með þökk-
um að koma þangað heim. Víðsýnt er á Þingskálum,
og ekki hafa fornmennirnir verið kurnarlegir í vali
sínu, þegar þeir settu þarna hjeraðsþingið, og fallegt
hefir landið verið þar í kring, áður en það fór að blása
upp. Þania eru margar menjar frá þeim dögum, meðal
annars nálægt 40 búðartættur. Ein er kend við Njál.