Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 63
mín
61
\
þeirra og fegurðartilfinningu, hvetja til hreinlætis og reglusemi.
Allir bæjaskólar og 6 mánaða-skólar í sveitum og þorpum
þurfa að hafa handavinnu sem skyldunámsgrein, 2 stundir á
viku í öllum deildum, og ákveðið ætluharverk (»plan«) við
að styðjast.
Þar sem bæði rúmleysi og áhaldaskortur bagar flesta okkar
skóla, bæði í bæjum og sveitum, má gera ráð fyrir, að fyrst
um sinn sje ýmislegur smáiðnaður hentugastur fyrir drengina:
Burstar og sópar af ýmsri gerð, skólatöskur, inniskór, gólf-
mottur o. fl. smávegis til þarfa og prýði og bókband í efstu
deild skólanna. Fyrir stúlkubörn: Handprjón á öllum algeng-
um hlutum og útprjón í efstu deild. Algengan saumaskap og
viðgerðir, undirstöðuatriðin bæði í handa- og vjelasaum. Dá-
lítið að merkja og hekla, en engan útsaum eða hannyrðir.
F*að þarf að verða föst regla, sem undanfarandi ár hefur
tíðkast í nokkrum bæjum hjer á landi, að barnaskólarnir. hafi
handavinnusýningar á hverju ári í sambandi við vorpróf. Pað
gefur kennurum, nemendum og aðstandendum heildarmynd
af starfinu og venur hlutaðeigendur á vandvirkni og snyrti-
legan frágang.
í sveitum, þar sem umferðakensla fer fram, er tæplega
hægt að hafa sjerstakar handavinnustundir, tíminn leyfir það
ekki. Par mætti hafa þá aðferð, sem er reynd hjer á landi og
hefur vel gefist, að sýna á vorprófi heimilis-vinnubrögð barn-
anna. — Kennarinn þarf, þegar á haustin, að fastákveða það
við börn og foreldra, að sýning verði að vorinu á vinnu-
brögðum barnanna, sem þau gera heima yfir veturinn, hann
þarf að hvetja aðstandendur barhanna til að leiðbeina börn-
unum í þessu efni, reyna að vekja og glæða samúð og
skilning heimilanna á þessu starfi, það er ekki hætt við að
börnin skorti áhuga, ef hinir fullorðnu hvetja þau og leiðbeina
þeim. — Kennarinn getur, ef hann er vel vakandi í þessu
máli, hatt raikil og góð áhrif í þessa átt, bæði á heimilin og
börnin. Hann þarf að láta börnin smásaman sýna sjer, hvað
þau eru að gera, og gefa þeim góðar bendingar um leið,