Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 121
Hlín
119
ungu, veitið þeim hluttekningu, ekki aðeins í sorg og
neyð heldur fylgist með gleði þeirra og framtíðarvon-
um. Látið þau finna andblæ kærleikans og sólskin
samúðarinnar í öllum kjörum sínum. Vekið athygli
hinna ungu á gleði lífsins, hinni sönnu og hreinu, sem
öllum stendur til boða, og sýnið þeim einnig verðmœti
þess, sýnið þeim að: »Líf er vaka, gimsteinn gæða,
guði vígt«. Minnið þá öldruðu á að »Andinn getur haf-
ist hátt, þó höfuð lotið verði«, og að »Ellin er ekki þung
anda guði kærum«. — óteljandi eru þau frækorn, sem
húsmóðirin getur sáð í huga þeirra, er hún umgengst,
frækorn, er bera blóm og ávexti, sem bæta og skreyta
þjóðlífið.
Mig dreymdi einkennilegan draum nóttina áður en
stofnað var fjelag, sem jeg tek mikinn þátt í. Jeg trúi
ekki á drauma, en mjer finst þessi hafa þýðingu. Jeg
þóttist sitja inni í húsi mínu, komu þá inn mörg börn
mjög kuldaleg, og báðu að mega hita sjer, jeg tók því
vel, en sá þá, að með þeim hafði borist snjór inn á
gólfið, sagði jeg þá alvarlega, um leið og jeg fór að
hreinsa hann út í anddyrið: »Þetta áttuð þið að skilja
eftir fyrir utan, það fer ekki vel inni í húsum«.
Draumurinn var ekki lengri. öll erum við börn, sam-
anborið við meiri þroska mannssálarinnar, og öll lang-
ar okkur til að njóta hlýju við sambúð annara, enNþá
ætti okkur aldrei að gleymast að skilja allan kulda úr
okkar eigin hugarfari eftir utan dyra. Sá kuldi sómir
sjer enn ver en snjórinn á gólfinu, og slæðist hann
inn, ættu allir að neyta sinna ýtrustu krafta við það
að hreinsa hann burtu. — Það er ein sú dygð, er mesta
blessun hefir í för með sjer á leiðinni gegnum jarð-
lífið, að sýna öllum hreina og falslausa samúð, því hún
finnur samhljóm í hvers manns hjarta.
Áustfirsk kona.