Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 158
156
Hlín
ábreiður voru ofnar, eru þær gullfallegar. í annari á-
breiðunn'i var yfirbandið (sem var þrinnað) spólað
tvöfalt, svo það var ofið með því 6 földu, það þótti
mikið fallegra. — Jeg ljet vefa í milliskyrtur, svuntur
og kjóla.
Það er nýbygt samkomuhús hjer í hreppnum, okkur
langar nú til að styrkja það, ef við getum, því það er
allslaust með öllu, og svo best getum við eitthvað starf-
að, að við gerum eitthvað fyrir það hús. E.
Sigursteinn Magnússon lcennari í Haganesvík í
Fljótum skrifar: — í vetur kendi jeg bókband í ung-
lingaskólanum í Haganesvík, og voru þar bundnar 90
—100 bækur, og gekk ágætlega.
Frjettir frá íslenskú kvenfjelagi í Ameríku: — Mig
langar til að verða við bón yðar og gefa yður nokkrar
upplýsingar viðvíkjandi íslendingum í Minneota. —
Minneota er lítill en snotur bær á sljettunni 1 vestur-
parti Minnesóta-fylkis. íbúar bæjarins eru 1000 að
tölu, þar af um 250 íslendingar. Svo eru tvær íslend-
ingabygðir hjer í nágrenninu, önnur austur af bænum,
en hin vestur af. Þessi þrjú -pláss mynda eitt lúterskt
prestakall og í því munu vera rúmir 400 fermdir með-
limir. Núverandi prestur í þessu prestakalli er síra
Guttormur Guttoi-msson. í þessu prestakalli eru þrjár
failegar timburkirkjur, sín í hverjum söfnuði, og mess-
ar presturinn í tveimur af þeim á hverjum helgum degi
til skiftis. — f fyrri daga fóru hjer allar guðsþjónust-
ur og öll safnaðarstarfsemi fram á íslensku máli. En
smátt og smátt þokaði íslenska málið fyrir innlenda
málinu: enskunni, í safnaðarstarfseminni, og nú sem
stendur fara allar guðsþjónustur í prestakaliinu fram
til skiftis á ensku og íslensku og uppfræðsla barna og
sunnudagaskóli algerlega framkvæmd á ensku máli. i