Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 19
Hlín
17
mannsins er samsettur. Þær kenna hvernig fæðan
meltist í melting-arfærunum, og breytist í þau efna-
sambönd, sem líkaminn þarfnast, og sýna á þann veg,
hverjar fæðutegundir eru bestar til þroska og viðhalds
líkamanum, og hvernig hann aftur losar sig við ónot-
hæf efni og úrgang fæðunnar. En eins og vant er í öll-
um nýjum fræðigreinum eru ýms atriði ágreiningsefni
meðal fræðimanna, og svo er einnig hjer.
Hér á landi eru þegar kunnir nokkrir þessara
manna. Vil jeg fyrst nefnda Dr. Júrgensen, danskan
lækni og sjerfræðing í meltingarsjúkdómum. Dr. Björg
Þorláksdóttir hefir þýtt rit hans: »Matur og drykkur«
og styðst við kenningar hans í grein sinni í Vöku 1928.
Dr. Júrgensen leggur mikla áherslu á matreiðsluna, og
hefir samið eina hina fullkomnustu matreiðslubók sem
til er (Chr. Júrgensen: Kogelærebog og praktisk Koge-
bog. Kbh. & Kria 1909). Hann gefur ýmsar góðar regl-
ur um að gera matinn auðmeltan, eins og t. d. að baka
aldrei mjölmat í feiti, og brenna ekki feitina. — Hann
er alæta, þ. e., álítur að sækja verði fæðuna hvort held-
ur er í dýra- eða jurtaríkið.
Dr. Hindhede, annar danskur læknir, er aftur á
móti þeirrar skoðunar, að maðurinn eigi helst að neyta
aðeins jurtafæðu, og úr dýraríkinu megi aðeins taka
þau efni, sem þar eru ætluð til fóðurs, svo sem mjólk
og egg. Matreiðslu vill hann hafa einfalda. Álítur að
meltingarfærin hafi ekki ilt af því, þó á þau reyni.
Hann er kleinuvinur mikill, og virðir að vettugi kenn-
ingar Dr. Júrgensen. — Dlr. Hindhede hefir sýnt og
sannað, að vel má lifa á mjölgrautum, brauði og kart-
öflum, grænmeti og ávöxtum og halda fullum þrótti
til allra starfa og þrekrauna, en álítur að rjett sje, að
öðru jöfnu, að velja þann mat sem ódýrastur er. —
Komu kenningar hans Þjóðverjum vel á stríðsárunum,
2