Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 88
86
Hlín
Nokkrar endurminningar frá 1874-
eftir
E línu B riem J óns s o n.
Þjóðhátíðin í Skagafirði var haldin 2. júlí á Reyni-
stað hjá foreldrum mínum: Ingibjörgu og Eggert
Briem sýslumanni. Faðir minn hafði á sinn kostnað
látið reisa stóran skála.sunnan við bæinn, en sýslan
ljet gera tjald þar fram af jafnlangt bæjarþiljunum á
hlaðinu, og var skálinn og tjaldið undir 30 álnir á
lengd, en breiddin var um 9 álnir. Auk fjölda manns
úr sýslunni, var þar viðstaddur Hilmar Finsen lands-
höfðingi. Hann var hár og höfðinglegur í sjón og hið
mesta göfugmenni. Finnur biskup í Skálholti var for-
faðir hans, og þaðan er Finsens nafnið komið. Þetta
sumar fór hann eftirlitsferð um Norðurland.
Þjóðhátíðin á Reynistað byrjaði með messugerð í
kirkjun'ni. Síra Hjörleifur Einarsson, þá prestur í
Goðdölum, var kjörinn af prófasti hjeraðsins til að
flytja messu við þetta tækifæri. Eftir að komið var úr
kirkju, var fólk á stjái fram og aftur með kunningjum
sínum í góðviðrinu, þar til sest var að fjölmennri mat-
arveislu. Yfir borðum voru ræður haldnar og kvæði
flutt. Síðar var bæði sungið og dansað, og skemtu
menn sjer á ýmsan hátt fram á nótt, að fólk fór að
halda heimleiðis. Þeir sem lengra voru að gistu á
Reynistað, þar á meðal landshöfðinginn, og hélt hann
næsta dag á leið norður til Eyjafjarðar. Faðir minn
fylgdi honum fram hjeraðið og yfir Hjeraðsvötn.
Til minnis um 1000 ára hátíðina var í Skagafirði
stofnaður »Brúarsjóður« svonefndur, og var það gert
á þann hátt, að á manntalsþingunum á vorin var, eftir
tillögum föður míns, samþykt að leggja 2 skildinga á
hvert lausafjárhundrað í sýslunni og stofna af því fje
brúarsjóð, til þess að brúa verstu árnar í sýslunni.