Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 108
106
Hlín
«
kæruleysi, flestir hafa nóg föt að klæðast í, sem betur
fer. —
Ferðaföt öll og reiðföt sjerstaklega, bæði karla og
kvenna, þurfa að vera úr sterku, grófu efni, til þess
ætti íslenska ullin þó að vera nógu góð. — Jeg var á
síðastliðnu sumri í Noregi samferða ekkju miljóna-
eiganda eins frá Björgvin, hafði hún ferðast með
manni sínum árum saman um Suður- og Austurlönd.
Hún sagðist í möfg ár hafa átt gróf vaðmálsferðaföt
úr íslenskri ull. »Það voru þau bestu og hlýjustu ferða-
föt, sem jeg hefi átt«, sagði frúin, »allir dáðust að
þeim, og ekki þurfti jeg annað en pressa þau upp, þá
voru þau sem ný«. —
Við íslendingar ættum að taka upp þann sið, sem
góðir ferðamenn hafa um heim allan, þann, að hafa
jafnan með sjer ábreiðu (ferðateppi) til að skýla sjer
með, hvort heldur er á land- eða sjóferðum. Karlar
jafnt sem konur ganga þar með »slegin sjöl« og þykir
kurteisi, hyggindi sem í hag koma. Það er um að gera
að manni geti liðið vel á ferðalögunum og notið ánægju
af því sem maður sjer og heyrir. — Ábreiðuna vefja
menn svo saman, þegar hún er ekki í notkun, spenna
um ólar með handfangi á milli, mesta höfuðþing, og
halda á þessu í hendinni. Ábreiðuna rná að sjálfsögðu
líka spenna við söðulreiði eða ríða á henni, og hafa
hana í kodda stað, eða sængur, ef á liggur. Hún þolir
hnjaskið. Eins og gefur að skilja, höfum við ábreiðurn-
ar úr íslenskri ull. (Þessar ábreiður eru að breidd og
lengd líkastar gömlu rúmábreiðunum, oftast stórrúðóttar).
Ferðamenn þurfa, hvað sem fyrir kemur, jafnan að
hafa með sjer nokkra varahluti, svo sem góða sokka,
Iaskalanga belgvetlinga og trefil, alt úr íslenskri ull,
því hún er allri annari ull heitari, inniskó lipra og
hlýja, suðvesti, sem er sjerlega hlýtt og gott höfuðfat,
bæði í regni og kulda, og blá gleraugu til að hlífa aug-