Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 41
Hlln
39
En hvernig byggjum við svo? Einn svona, annar
hinsvegar. Engir tveir eins. Engin viðurkendur grund-
völlur á að byggja. Allir erum við að leita, fálma, hver
fyrir sig. Einn finnur e. t. v. lausn á þessu atriði, annar
á hinu, en allir villumst við meira og minna. Og heild-
arútkoman verður sem raun ber vitni — núll. Við
'þurfum að leita í fjelagi, slá okkur saman eins og fjall-
göngumenn. Leggja saman kraftana og taka það besta
hjá hverjum einum. Með því móti fáum við leyst hnút-
inn í þessu vandamáli, við fáum eins og aðrar þjóðir,
eftir langa leit, okkar fyrirmynda/reldhús, sniðið eftir
okkar þörfum.
600 eldhús á ári! Enginn vafi er á því, að venjuleg
eldhús kosta um 1500 krónur. Við byggjum þá eldhús
fyrir hjerumbil eina miljón króna á ári. Ekki er ótrú-
legt, að við nákvæma athugun væri hægt að gera þessi
eldhús jafngóð fyrir nokkru lægra verð, einkum ef
hægt væri að finna samciginlegcm gnindvöll, sem hægt
væri að byggja á. Segjum t. d. 10% kostnaðarminni
gerð, en með því sparaðist hvorki meira eða minna en
100 þús. krónur, á ári. Ennþá hægra væri þó vissulega
að gera eldhúsin 10% haganlegri fyrir húsmóðurina:
einum tíunda færri sporin frá eldavjelinni að bekkn-
um, einum tíunda minni flöt að þvo, einum tíunda
minni eldiviðareyðsla.
Það telst svo til, að 30 miljónum króna sje árlega
eytt í íslenskum eldhúsum. Það eru margir peningar,
og ekki lítils um vert, hvernig vinnan gengur í svo
dýrum verkstæðum. Með bættu fyrirkomulagi ætti líka
að mega gera eldhúsin hollari og matargerðina alla
hreinlegri, og er það ekki þýðingarminsta atriðið fyrir
heilsu og vélmegun þjóðarinnar. — Það er engum vafa
undirorpið, að það þarf að endurbæta þau húsakynni
í landinu, sem matargerðin fer fram í, og það sem allra
fyrst — allra hluta vegna. — Húsmæðurnar, kvenfje-