Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 134
132
Hlín
Fáar þjóðir munu þar vera betur settar en við. Það
gera fornbókmentir vorar. — Dýrfirðingar eiga þar
fyrirmyndir að kvenkostum og göfgi; og þó út fyrir
hjeraðið sje leitað, þá eigum vjer og alt er á landi voru
gerist.og hefir gerst, »því það er sem mold sú sje
manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð«. —
Að þessu sinni vil jeg aðeins nefna eitt nafn: Auöur
V jesteinsdóttir.
Guðmundur á Sandi nefnir það' »sófa«-huga, er
menn langa til að eignast lífsins gæði fyrirhafnarlítið,
án fói'nfýsi og vinnuframlags, en’ með værugirni og
hægindum. — Ekki mun Auður hafa kvartað yfir því
að fylgja manni sínum, Gísla Súrssyni, í útlegðina.
Ekki hafa þó dúk- eða skinnfóðraðir legubekkir prýtt
salakynni hennar í Geirþjófsfirði. Naumt mun oft á
borð hafa verið borið friðlausum manni hennar. Sval-
ur íslenski súgurinn um byrgið hans. — Þó er líf Auð-
ar auðugt í örbyrgðinni, óbygðinni, einverunni, vetrar-
kuldanum. — Fómimar, sem hún færir eiginmannin-
um, gera líf hennar auðugt, ódauðlegt. Þær eru gim-
steinarnir, sem glitra og hafa glitrað um aldirnar.
Glamparnir tendra aðdáun, lotningu og elsku í brjóst-
um seinni tíðarmanna fyrir þeirri göfugu konu.
Út frá þessu sjónarsviði verður ljóst, að enginn er
beinlínis auðugur af því sem hann á, en það sem hver
og einn er, það gerir hann ríkan. Hafa kvenfjelagskon-
ur nokkurntíma í einlægni spurt sjálfa sig að, hvort
margir þeir öreigar, er þær hafa miðlað efnum sínum,
gætu, í þessum skilningi, verið þeim jafnauðgar, ef
ekki auðgari? — Slík sjálfsprófun er þó holl, og þarf
epgan að móðga eður hneyksla.
Drögum upp nútíðarmyndina þessu líka. Gerum ráð
fyrir öreigakonu, Ííkum kostum búna og Auðar. Hún
þiggur gjafir af góðgerðafjelögum, kvenfjelögum,
gefnar af heilum hug og þáðar með þökkum. — Til