Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 119
Hlín
117
sem allir þekkja, og skilja því innihaid þeirra, en þó
hugsa jeg það geti verið fleiri en jeg, sem ekki gera
sjer fullkomlega ljóst, hve mikið býr í hverju einu
þessara stuttu orða, þannig er það með samúð, mjer
finst, því meira sem jeg athuga það orð, því dýpri
verði merking þessi, það ljómar fyrir huga mínum sem
björt stjarna, svo mild og blíð sem elskandi auga, svo
hátignarfull og laðandi, að hugurinn fyllist lotningu
og þrá.
Margir álíta orðið samúð' einungis eiga við, þegar
aðrir eru hryggir, að við þá vottum þeim hluttekningu
vora, en það er ekki nema lítill hluti samúðarstarfs-
ins, hún er lifandi tilfinning, með öllum kjörum alls
sem við umgöngumst, alt frá litlu matjurtaplöntunni,
sem vex í görðum okkar, til víðtækra fjelaga, sem telja
marga meðlimi, því samúðin er systir kærleikans, sem
með fullum rjetti er talinn »mestur í heimi«.
Tilfinningar allra manna þrá samhug. Lífið hefir
þá tapað jafnvægi sínu, ef hugurinn kýs algera ein-
veru, og þó svo sje komið, bærist í brjósti mannsins
þrá eftir samúð einhvers og leitar sjer fullnægju:
»Náttgalinn ansar andlátsstunum mínum og aftangol-
an feykir þeim með sjer«, lætur skáldið veiðimanninn
segja, sem búinn var að skilja við alt »sem hjarta
mannsins unun veita má«. — Samúðin eykur gleðina,
ljettir þrautirnar, stælir þróttinn, hvetur til fram-
kvæmda, göfgar í einu orði anda mannsins, því ætíð
er hún í þjónustu hins göfga og sanna. — Samkomu-
lag til vondra verka hefur aldrei hlotið það virðingar-
nafn.
En gerum við þá mikið til þess að fullkomna þessa
dýrmætu tilfinningu hjá okkur? — Já, við bindumst
smærri og stærri félagsböndum, sem draga hugann að
einu marki, þar eru, eða eiga að vera, ’sameiginleg á-
hugamál, sameiginlegar framkvæmdir, og þar fæst við-