Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 24
I
22 Hlín .
þroskuðum manni, en börn og unglipgar þyrftu sem
bætifóður smjör eða nýmjólk til vaxtar.
Söltun og reyking eru talin eyða fjörefnunum að mun,
ef ekki alveg.
Þá er þess að geta, að í dýrum og jurtum eru fjör-
efnin á -vissum stöðum eða ef til vill aðeins í fáum líf-
færum. Þorskur safnar A-efninu í lifrina, og það ger-
ir hákarlinn sennilega líka. Yfirleitt er þeirra helst að
leita í haus og innýflum dýranna, en í fræi'mg ávöxt-
um jurta og trjáa. Jurtimar safna miklu af þessum
efnum í fræið, sem er í hverju fullþroskuðu korni og
í kjörnum ávaxtanna. Það sem er utan um fræið, eru
ýms næringarefni ætluð því til þroskunar, og í þeim
sumum eru fjörefni eins og t. d. C-efnið í safa gul- og
glóaldinanna og í hýði flestra korntegunda. Sennilegt
er, að fjörefnin safnist fyrir í líkamanum og geymist,
er því rjett að hafa það í huga við val fæðunnar, að
velja helst þá fæðu, sem ríkust er af þeim.
Nú er svo komið, að hver húsmóðir, sem hefir góð
matarráð, vill haga mataræðinu svo, að fæðan sje sem
allra breytilegust, er hjer, sem í mörgu öðru, mest ráð-
andi útlend tíska. Aðallega mun matreiðslan vera þessu
valdandi.* Matreiðslan er list. En hvaða list er það,
segja menn, að elda altaf sama grautinn. Aftur á mó.ti
er skiljanlegt, að sú kona sje í miklu áliti, sem er svo
leikin í því að breyta um matarrjetti, að hún þarf svo
að segja aldrei að bera sama rjett á borð árið út, sbr.
Frk. Jensen: »Hvad skal vi have til Middag, Kbhn.
1912. Flestum húsmæðrum þykir gott, ef slíkt er unt
að gera í 7 daga í röð, vikuna út. — Mikið má þeim
nú blöskra, er jeg held því fram, að jafnvel þetta sje
alger óþarfi. Það er fóðwfræðin sem kennir, að best
sje að neyta sömu fæðunnar dag eftir dag og viku eftir
viku, árið um kring. Og matarfræðin samþykkir þetta
með því skilyrði, að dagsskamturinn innihaldi öll þaú