Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 153
Hlín
151
Af Vesturlandi er skrifað: — Hjer er nú töluvert
unnið, en fólki finst það bara ekki sýningarhæft, en
annars tel jeg, að fólk hjer sje fremur vel verki farið
eftir því, sem kallað er, vinnur allan nærfatnað til
heimila sinna fyrir börn og fullorðna og hefir það
mikið breytst síðan jeg fjekk prjónavjelina, því þá
hefir það átt hægra með að konja því í fat. Nú eru
komnar þrjár prjónavjelar til viðbótar í hreppinn og
3 sokkavjelar. — Árið 1925 prjónaði jeg 440 spjarir
á vjelina, 1926 425 sp. og 1927 314 sp. — Vefnaður er
ekki mikill í syeitinni, 1927 komum við upp 3 salons-
ábreiðum og 70 ál. af tvistdúk, svo eru ofin gróf vað-
mál í slitföt á tveim bæjum hjer. — En um fína
handavinnu er ekki mikið hjer, af því fólk hefir ekki
tíma til að liggja yfir því, eru flest barnakonur, sem
keppast við að koma upp laglegum ullarfötum á sig og
sína. H.
Af Sudv.rhmdi er skrifað: — Hjer í hrepp er tölu-
vert unnið til vefja. Það hefur verið svo, að margir
menn ganga hjer nær eingöngu í heimaunnum fötum
heima og heiman. Enda hefur það og verið haft að
máltæki í nágrannahreppunum: »Þessi er úr H.-hrepp,
því hann er í vaðmálsfötum«. Þar með hafa fylgt nokk-
ur vel valin háðsyrði. —
— Níu prjónavjelar eru í hreppnum og tvær spuna-
vjelar, eign 10 bænda. Spinnur hver fyrir sig og geng-
ur það mjög vel. Koma þessar vjelar í góðar þarfir,
því að fátt er kvenfólkið á bæjunum. — Við höfum lit-
að dálítið úr grösum í sumar og gefist vel: Heimulu,
hvönn, sóleyjum og rabarbarablöðum. Við notum það
saman við í voðir og sokka og eingöngu í randir i
klukkur og niðurbrot á sportsokka.
Við erum hrifin af fyrirsögninni um sápugerð í
»Hlín« 12. árg. Jeg veit að sú aðferð verður tekin hjer