Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 145
Hlín
143
næst besta þeirri, sem áður hafði borið skrúðann. En
nú var hann sjálfsagður, því móðir okkar fór inn til
sýslumanns og faktorsins á Bakkanum og líka fram í
skip til »spekulantanna« á höfninni, til að fá síróp.
skonrok og extrakt fyrir voðir, ull og duggarabands-
sokkana, sem við börnin fengum eitt par af, ef við
vorum dugleg að prjóna. Var það ferðalag stundum
lítil yndisbót, vegna sjóveiki og uppkasta.
Næsta sumar fjekk jeg að ríða í kaupstaðinn út á
vík. En það vissi jeg ekki, þegar systir mín hvarf fyr-
ir leitið heimleiðis í þetta sinn, svo jeg fleygði mjer
niður á þúfu og grjet sárt og lengi. Seinast hrökk jeg
upp við að spóinn vall og skelti upp úr rjett við eyrað
á mjer, með langri lotu. Og þegar jeg var staðin upp,
söng lóan bí, bí, dýrðin, dýrðin, því henni heyrðist
einhver vera að syngja. — Og jeg fór að hugsa um
það, hve oft um vor og sumar jeg hefði farið á Grána
föður míns á þeysireið út með öllum læk og ofan Bása,
meðan systir mín gerði búverkin. — Jeg gekk ljetti-
lega út í móana með pokann minn, og kom með hanr,
heim að tjaldi fullan af fallegum fjallagrösum og setti
mjer það markmið, að svo skyldi oftar verða fram-
vegis.
G. S.
Sitt af hverju.
Bárður Sigurðsson á Höfða við Mývatn skrifar: —
Jeg er að hugsa um að segja þjer ofurlitla sögu af til-
raun, sem jeg gerði í vor, og ræður þú, hvort þú segir