Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 159
tílin Í57
okkar söfnuði hjer í bænum, Minneóta, höfum við
kvenfjelag með 40 meðlimum. Höfum ákveðinn fund
fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. — Hver fundur
byrjar með sálmasöng og bæn og er prestur safnaðar-
ins við það, þegar hægt er, og er það oftast; næst fara
fram almenn fundarhöld. Þar næst stutt program:
Söngur og ræða eða framsögn, eða lesið kvæði eða rit-
gerð; að því búnu nafnakall. Þá eru tekin upp frí sam-
skot og sýnist það gömul hefð, að hver kona gefi 25
cent. Að endingu er sungið versið: »Son guðs ertu með
sanni« og fundi slitið. Þá fara fram fríar veitingar:
kaffi og allskonar góðgæti. Kosningarfundur fjelags-
ins fer fram í janúarmánuði hvert ár ,og eru þá settar
allar starfsnefndir fyrir árið: 2 konur að sjá um pro-
gram fyrir hvern i'und á árinu, 2 konur í sjúkranefnd,
þær heimsækja þá sem veikir ei*u, B konur settar í
kaffinefnd fyrir hvern fund, og þannig skiptist á, þar
til allar hafa unnið í kaffinefnd. Hver kaffinefnd get-
ur boðið hverjum sem hún vill utan fjelags til að vera
við program og að fá kaffi og er oft býsna fjölment.
Allar veitingar fríar.
Fjelagið á sjúkrasjóð, sem stundum nemur nokkr-
um hundruðum doll., en sem aldrei má eyða svo að ekki
sjeu hundrað dalir í sjóði. Konurnar gefa á^Jega í
þennan sjóð. Fjelagið heldur æfinlega tvær skemtisam-
komur á ári, haust og vor og selur aðgang að þeim.
Ágóðinn af vorsamkomunni er ákveðinn fyrir heið-
ingjatrúboð, en hin fyrir fjelagið. Svo heldur fjelagið
stóra samkomu hyert haust fyrir almenning. Þá er
seldur miðdagsverður, og matur seldur allan daginn
og kaffiveitingar. Þá eru líka seldir allskonar hlutir,
sem konurnar hafa búið til á árinu, og hafa konurnar
áunnið sjer mikla og almenna hylli fyrir þessar sam-
komur og hafa tekið inn fyrir þær alt að 500 dölum
fyrir hverja.