Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 40
38
Hlín
aður er í góðu lagi, og ef húsmóðirin kann að hagnýta
sjer harnijí En ekki mega endurbæturnar verða marg-
brotnar eða óhæfilega dýrar, því þá er hætt við, að
þær nái ekki að verða almenningseign.
Það er svo til ætlast, að við byggingamenn höfum vit
á öllum, sem að byggingum lýtur, og þá að sjálfsögðu
einnig á tilhögun eldhúsanna, en við ge'tum þó aldrei
orðið nema ráðgjafar, húsmóðirin eða húseigandinn
verða að fá að velja og hafna, og við höfum aðeins
okkar eigin takmörkuðu þekkingu á að byggja. — En
þegar um tilhögun í eldhúsi er að ræða, kemur margt
til greina. Það er hitunin, vatns- og skólpleiðslan og
margt og margt fleira, það er víðtækt og margþætt
mál, sem útheimtir mikið starf, ef það á að hepnast að
komast að niðurstöðu, sem í stórum dráttum geti hæft
fjöldanum, en sje þó ódýrt í byggingu og rekstri. Þetta
hagkvæma form þarf að finna, en það er ómögulegt,
nema húsmæðurnar standi sjálfar við stýrið. Þær
finna best hvar skórinn kreppir, þær hafa reynsluna,
á henni og þekkingu byggingameistaranna verður aö
byggja.
Alt er nú á tímum metið til peninga. Og þó ógern-
ingur sje að fá nákvæmar tölur yfir, hvað hægt er að
spara með bættu fyrirkomulagi eldhúsanna, þá er þó
gaman að setja upp þetta dæmi: Landsmönnum fjölg-
ar um 1500 á ári hverju, vegna þeirrar fjölgunay þarf
að byggja um 300 íbúðir, eða 300 eldhús árlega. Ekki
mun ósanngjarnt, eins og þyggingum landsins er nú
komið, að annað eins þurfi að byggja upp af gömlu.
Það eru þá 600 eldhús sem við fslendingar þurfum að
byggja árlega, til þess að þeir sem búa í óviðunandi í-
búðum fái sæmilegt húsnæði, og þeir sem bætast við
verði ekki útilegumenn. Það mun óhætt að fullyrða, að
engin þjóð í heimi þarf að leggja jafn mikið í bygg-
jngar og við, í hlutfalli við fólksfjöldá og fjármagn.