Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 76
74 Hlln
klæðaverksmiðjur að hafa umboðsmenn á ýmsum stöð-
um á Austfjörðum, er tóku á móti ull til vinslu frá
bændum. Mun þeim hafa þótt erlendu dúkarnir fall-
egri, og skiftin hagkvæm. Um sama leyti breyttust
mjög búnaðarhættir, fólkinu fækkaði í sveitunum, og
heimilisiðnaðinum varð, af þeim orsökum, ekki haldið
í sama horfi og áður, eitthvað varð að fara, og svo
varð vefnaðurinn fyrir því.
Nú eru kringumstæðurnar breyttar til stórbóta með
uppfyndingu og notkun handspunavjelanna. Með því
hefur hvert íslenskt sveitaheimili möguleika til að
vinna úr ullinni vefnað óg prjónles, er sje nægilegt iii
klæðnaðar og annara heimilisþarfa. Þó vantar enn
mikið á hjer eystra, að menn kunni að notfæra sjer
spunavjelarnar, því þær eru fyrst að útbreiðast núna
seinustu árin. Hafa menn því ekki ennþá leikni í að
nota þær, sem æfingin ein gefur, og þar af leiðandi
er of almenn sú trú, að ekki sje hægt að spinna gott
og vandað banct í Juindsjmnavjel. En þetta, að vefn-
aður vor lagðist niður að miklu leyti, þó ekki væri
nema um fárra ára bii, gerir það að verkum, að það
er næstum því eins erfitt að endurreisa hann og koma
honum í gott og rjett horf í framtíðinni, og þó aldrei
hefði verið ofið hjer áður, og vjer værum í fyrsta sinni
að koma á vefnaði í landinu! Er þetta gott dæmi þess,
hvað það þýðir, er ein kynslóð vanrækir að inna af
hendi starf, sem þurft hefur aldir til að leiða fram til
listar og fullkomnunar.
Það er ekki aðeins vefnaðarkunnáttan, sem er farin,
heldur líka smekkurinn fyrir því, sem vjer áttum feg-
urst og þjóðlegast í þeirri grein og trúin á gildi þess.
Og hið síðasttalda verður erfiðast að reisa við.
Að vísu hefur vefnaðarkensla verið hafin víða um
land á síðustu árum. En enn sem komið er, hefur meira
verið haft fyrir augum erlendar fyrirmyndir ’og ofið