Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 110
108
Hlln
kömbum, nálum og prjónum, sem glitra og tindra hátt
og lágt, ber ekki vott um mikla fegurðartilfinningu
þess sem f hlut á, það er eitthvað villimannslegt við
smekk þess, sem svo klæðist. — Pípuhatturinn út-
heimtir, að allur klæðnaðurinn sje í samræmi, þar á
ekki við ljótur yfirfrakki og óhreinir skór. — Stutt-
buxur og yfirfrakki eiga illa saman, yfirfrakkinn er
engin sportflík nje hentug að vinna í, því er það jafn-
an leiðinlegt, -að sjá menn á skíðum eða skautum í
yfirfrakka eða við að láta upp bagga. Loðskinnshúfa
eða kragar í hitum á sumrum eða kollhetta er alt ann-
að en skemtilegt, svona viðlíka og stráhattar í vetrar-
kuldum. Silkikjóll og lakkskór í for og bleytu, ljósir
silkisokkar og skinnhanskar í hríð og frosti, óhreint
pils og forugir fætur við silkisvuntu, illa lit og óhrein
skotthúfa við fín slifsi o. s. frv.- — Alt er þetta óvið-
feldið og sómir sjer illa. En þótt fötin sjeu gömul og
slitin, geta þau verið falleg og sómt sjer vel, en þá má
ekki sletta mislitri, illa bættri bót á utanyfirfat, þótt
vinnufat sje. Að stykkja eða stoppa á þar betur við.
Piltarnir ættu frá barnæsku að venjast á að geta
tekið bletti úr fötum sínum og pressað þau, fest í sig
hnapp og hirt skó sína, því ekki er víst að altaf sje
þjónustu-reiðubúinn andi við hendina til að fram-
kvæma þetta, en það er alt nauðsynlegt, til þess að
geta verið vel og snyrtilega til fara.
Fatnaðinum - fylgir ennfremur vasaklútur, það má
marka þrifnað og snyrtimensku eigandans af útliti
klútsins. —
Eitt er það sem ófrávíkjanlega fylgir nútíðar kven-
fatnaði og stafar af vasaleysi kvenfólksins, það eru
veskin eða töskurnar. Þær mega, eftir íslenskum mæli-
kvarða, ekki vera 'stórar. »Aðeins fyrir vasaklút og
púðurdós«, heyrði jeg sagt í búð í Reykjavík í vetur.
Erlendis gangá konur alment með miklu stærri töskur,