Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 97
95
ttlín
prestur á Melstað, þakkaði fyrir hönd fslands. Rolfsen,
skáld frá Noregi, talaði um bókmentir íslands og þýð-
ingu þá, er þær hefðu haft fyrir Norðurlönd. Eiríkur
Magnússon frá Cambridgte svaraði méð tölu til Noregs.
Þessu fór nú fram um hríð, en þegar leið að kvöldi,
frjettist til komu konungs frá Geysi, og voru þá menn
sendir á móti honum að bjóða honum á hátíðina. Er
hann kom, hafði mannfjöldinn raðað sjer beggja meg-
in við veginn, þar sem konungur átti að fara. Nú gekk
fram varaforseti Þjóðvinafjelagsins, yfirkennari Hall-
dór Friðriksson, og ávarpaði konung og bauð hann vel-
kominn til landsins, og svaraði konungur á móti og
þakkaði fyrir hlýjar viðtökur, er hvarvetna mættu
honum. Þá var sungið kvæðið: »Stíg heilum fæti á
helgan völl«. Að svo búnu hjelt konungur til tjalda
sinna á Þingvallatúni.
Daginn eftir var farið snemma á fætur, því þann
dag stóð hátíðin hæst. Konungur og sveit hans komu á
hátíðastaðinn kl. 10 um morguninn, og flutti þá skáld-
ið Grímur Thomsen, •konungi ávarp í nafni allrar þjóð-
arinnar, og bauð hann velkominn á þennan fornhelga
stað á 1000 ára afmælishátíð hennar. Konungur svar-
aði ávarpinu með nokkrum vel völdum orðum, hjelt
svo norður vellina og heilsaði til beggja handa, og á-
vai-paði nokkra, er næstir voru.
Nú hófust kveðjusendingar, ræðuhöld og söngur.
Því næst hófust leikir og glímur. Tveir ungir stúdent-
ar, Lárus Halldórsson og Sigurður Gunnarsson, er
báðir síðar urðu prófastar, sýndu konungi íslenska
glímu. Glímdu þeir af mikilli leikni, og þótti öllum til-
komumikið að sjá lipurð þeirra og glímubrögð. Þegai
þessu hafð farið fram um hríð, var konungi ásamt
fylgdarliði hans boðið til veislu í tjöldunum og mörg-
um öðrum stórmennum frá útlöndum. Stúdentar voru
frammistöðumenn í veislunni, og var Halldór bróðir