Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 77
Hlín
75
/
úr útlendu efni, svo þessi vefnaður frá skólum og
námsskeiðum, ber enn glögg merki skólaiðjunnar, og
er ekki komin í nægilega lífandi samband við kröfur
og kringumstæður heimilanna, hvorki að efni eða gerð,
til þess að geta talist verulegur liður í heimilisiðnaði
þjóðarinnar, og þolir því heldur engan samanburð við
hinn gamla, íslenska vefnað. Þó er því síst að neita,
að vart verður framfara í þessari grein. Má til þess
nefna tilraunir Heimilisiðnaðarfjelags íslands hin síð-
ustu ár, bæði til að reisa við gamlan og fagran íslensk-
an vefnað, eins og íslenskt flos og íslenskan glitvefnað,
og einkum tilraunir þess til að vefa úr innlendu efni.
Þá á það fjelag miklar þakkir skilið fyrir að hafa
byarjað á útgáfu gamalla, íslenskra uppdrátta til vefn-
aðar og útsaums. Mátti það ekki seinna vera að byrj-
að væri að bjarga þeim frá glötun. Á nú almenningur
aðgang að þessum uppdráttum fyrir mjög lágt verð.
Þá má og telja það til bóta vefnaði á Austurlandi, að
frú Lára Bjarnadóttir á Seyðisfirði hefur tekið að sjer
útvegun á öllu erlendu vefjarefni. Eiga menn þar kost
á betra og ódýrara vefjarefni en áður hefur þekst hjer
eystra.
Kröfur þær, er gera vérður til vefnaðar í framtíð-
inni, er að hvert einasta sveitaheimili eigi vefstól og
að allar húsmæður kunni að vefa. — Það hefur sem sje
ekki aðeins fjárhagslega þýðingu að geta að miklu
leyti notað heimaofna dúka til klæðnaðar og húsbún-
aðar, heldur er það einn stærsti liðurinn í svokallaðri
sveitamenningu.1
Enn þá erfiðara en með vefnaðinn verður að end-
urreisa heimilissmíðarnar. — Byggingar sveitabæja
er eitt af stórmálum þjóðar vorrar. Á síðustu árum
hefur ekki alllítið verið rætt og ritað um efni og stíl
sveitabæja og húsaskipun alla, en með því er ekki allur
vandi þessa máls leystur. Því eftir er húsbúnaðurinn.