Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 152
150
Hlín
Steinlitur (Indigólitur).
Þessi litur hefur verið notaður, hver veit, hve lengi
hjer á landi. Liturinn var í mjög miklum metum hjá
almenningi eins og hann líka átti skilið, jafn varanleg-
ur og blæfallegur og hann er. — Það mátti heita að
hver einasta húsmóðir í landinu litaði þennan lit. Á
mörgum heimilum voru sjerstakar hlóðir: »litunarhlóð-
irnar«, þar sem steinlitarpotturinn stóð altaf við ylinn,
en önnur heimili höfðu litinn í trjekollu í fjósinu.
Steinlitaða ullin var höfð í samkembu í grábláu vað-
máls- og prjónanærfötin og í handprjónuðu nærpeys-
urnar, silfurhneptu, sem karlmennimir notuðu í milli-
skyrtu stað, þá samkembt með rauðu. Að sjálfsögðu
var liturinn líka notaður í allskonar vefnað, knipl og
útsaum. Hin síðari ár hefur indigólitur verið lítt eða
ekki fáanlegur hjer á landi, svo litunin hefur, af/þeirri
ástæðu, fallið niður 1 bili, nú er indigóið aftur komið á
markaðinn, þótt það sje ekki í hverri búð, eins og áður
fyr. (Lyfjabúðirnar flytja það nú). — íslensku konurn-
ar mega til með að halda trygð við steinlitinn, fegri
bláan lit fá þær ekki. (Bláu pakkalitirnir útlendu, eru
allra lita skarpastir og skærastir og stinga mjög í stúf
við sauðarlit og jurtalit t. d., sem þeir eru oft notaðir
með). *
Konurnar ættu að koma því til leiðar, að indigó
flyttist í þær verslanir, sem. þær skifta við. Það er ,
hægra, en að þurfa að sækja það langar leiðir. (H. fsl.
útvegar það nú þeim sem óska. Verðið er 1.50 til punds-
ins í lyfjabúðunum í Rvík). .
Ef þið kunnið ekki aðferðina við indigólitinn, góðu
konur, þá spyrjist fyrir um það hjá gömlu fólki, það
kann góð skil á þeim hlutum. Frændþjóðir okkar á
Norðurlöndum lita indigólit alveg eins og við, með
keytu, og þykir engin minkun að.
H. B.