Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 116
114
Hlín
barnið eldist meira, lærir það betur að sjá og þekkja
náttúruna og dást að henni. Brekkurnar, lautirnar,
hlíðarnar, fossarnir og fjöllin verða æskuvinir, sem
aldrei gleymast. Barnið lærir að sjá, að: »Tign býr í
tindum, traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í
fossum afl«. Þau eru tiguleg og svipmikil sum fjöllin
okkar, Fátt mun hafa haft dýpri áhrif á hjarta ykkar
en einmitt hreinn og tigulegur svipur þeirra. Þau veita
okkur skjól í dölunum sínum, og benda okkur með því
á að veita einnig skjól öllum þeim, sem eru lægri vexti
og minni máttar en við sjálf. Hvar er unaðssælli frið
að finna, en í kyrlátum, blómsælum fjalldölum, þar
sem blómin, þessi engilaugu, ef jeg mætti svo að orði
kveða, benda til himins og bjóða mönnunum að krjúpa
frammi fyrir almættinu, fegurðinni, viskunni og kær-
leikanum! Alt þetta er voldugt og víðfaðma, en getur
þó búið í einu einasta smáblómi.
Það er ekki einskisvert að verða fyrir svona áhrif-
um. Þau eru dypri og farsælli en áhrif margra skemt-
ana, sem mennirnir búa sjer til. Þau gera manninum
Ijóst, að hann á sál, sem hann er að hlúa að og fegra,
og að líkaminn er til orðinn hennar vegna aðeins,
fegurð og göfgi andans sje mest um vert. Þá fer held-
ur ekki hjá því, að svipur og hreyfingar líkamans
spegla nokkuð af þeirri fegurð, sem sálin geymir.
Þetta er einn þáttur í uppeldisáhrifum sveitalífsins.
Umgengni við skepnur hefir líka einkar góð áhrif.
Börnin venjast þessum málleysingjnm frá vöggunni,
svo að segja, og þeim þykir vænt um þá. En því fleira
gott og fagurt, sem manninum þykii' vænt um, því auð-
ugri er hann af kærleika og lífsgleði, því sárar finnur
hann að vísu einnig til, en altaf felst nokkur sæla í
sársaukanum. Samúðin gerir mennina betri, eins og
sorgin gerir þá sannari.
Það þótti drengilegt á miðöldunum að vernda lítil-