Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 157
Hlín
155
Úr Landeyjum er skrifað lumstið 1928: — Heimilis-
iðnaðarsýningar voru haldnar í vor eins og til stóð í
AusturLandeyjum og Vestur-Eyjafjöllum, og tókust
vonum framar svona í fyrsta sinn. Landeyjasýningin
var stærri, og ljómandi fallegt margt sem þar var
sýnt, en naut sín illa vegna þrengsla og dimmu í þing-
húsinu á Krossi. — Eyjafjallasýningin var í ágætu
húsi, U. M. F. »Trausta«, þar voru um 200 munir og
margir einkar fallegir, en að mínum dómi bar trefill,
eða langsjal, eftir konu á áttræðisaldri af öllu sem þar
var, bæði um handbragð og gerð. Var hann með sauða-
litum, dekkri og ljósari, en litbrigðin svo fín sem á
spóafjöður. — Á báðum sýningunum var nær eingöngu
sýnd kvennavinna — frá smástúlkna 6 ára til háaldr-
aðra kvenna, og hún var falleg og vel vönduð yfirleitt.
— Vona jeg, að sýningarnar eigi fyrir sjer að vaxa og
hafa góð áhrif. S.
Frá húnverskai kvenfjébagi er skrifað: — Fjelags-
skapurinn gengur bara vel hjer í sveitinni hjá okkur.
Fjel'agið hefur starfað í rúm 2 ár. — Nú .ætlum við að
gera kirkjugörðum hjer dálítið til góða í vor, höfum
pantað 80 trjáplöntur til þess að láta í kring í görð-
unum. Það er ekki vanþörf á að gera eitthvað fyrir
þessa ljótu garða, það er sorgarsjón að sjá þá. Við
höfum fengið ungmennafjelagið til að grafa holurnar
og sjálfar höfum við lofað sínu dagsverkinu hver, fje-
lagskonurnar.
f vetur tókum við fjelagskonur stúlku til að vefa
fyrir okkur, bæði úr tvisti og ull, fengum lánaðan vef-
"stól, sem ekkert var notaður, hann reyndist ágætlega,
þó gamall væri. Fæði og kaup stúlkunnar var kr. 13,00
á viku, hún hafði aldrei ofið neitt upp á sitt eindæmi
fyr, svo þetta var nú stirt alt fyrst, sem von var.
Fyrsta voðin varð dýrust, 50 aurar á alin. Tvær bekk-