Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 100
98
Hlín
ið fyrir ........................
(Vefnaðarvara þessi geng-ur að sönnu
ekki öll til klæðnaðar, heldur líka til
rúmfatnaðar og húsbúnaðar).
Tilbúinn fatnaður ....................
Prjónles .............................
Ullargarn .......................
Höfuðföt ............ ................
Skófatnaður ..........................
Línfatnaður ..........................
Baðmullargarn og tvinni ..............
(úr Hagtíðindum). Samtals kr. 6,914,924
Kostnaðurinn við klæðnað landsbúa verður því sem
næst 7 miljónir króna á ári í útbornum eyri, eða 70 kr.
á mann. ótalin eru saumalaun öll, og það sem unnið er
í landinu sjálfu af nærfötum, plöggum og fataefnum,
og verður það ekki tölum talið.
Klæðnaður og spamaður. Það er fjölmargt, sem
kemur til greina, þegar um sparnað í klæðaburði er að
ræða. Það er sparnaður að koma sér upp vel gerðum
fötum úr haldgóðu efni. — Það er haft eftir síra Arn-
Ijóti heitnum ólafssyni, að hann hafi sagt: »Jeg hefi
ekki efni á að kaupa mjer ódýrt í föt«. — Þetta má til
sanns vegar færa. Pötin úr góða efninu halda helmingi
lengur, það má snúa þeim og sníða upp úr þeim að
lokum minni og óvandaðri flíkur. Þau útheimta ekki
sífeldar viðgerðir. Saumalaun og annar tilkostnaður er
jafn á góða og ónýta efninu. — Það þarf ekki mikinn
mann til að gera upp þann reikning. Það er spamaður
að fara vel með fötin sín og halda þeim vel við: »Eitt
nálspor í tíma, sparar níu«, segir Englendingurinn,
hengja þau laglega upp og brjóta þau vel saman,
fleygja þeim ekki í hrúgu, blautum t. d., en nota herða-
Kr. 2757729
— 1443385
— 889236
— 110931
— 206699
— 1132855
— 283573 *
— 90566