Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 86
verið að ræða. Þessi menning’ er vaxin upp í friði
fyrir erlendúm áhrifum, en aftur á móti í bar-
áttu við hörð lífskjör, vegna óblíðu náttúrunnar og
erfiðra landshátta. Slík menning er sterk í friÖi. Svip-
uð dæmi má finna í sögu annara þjóða. En svo þegar
óvinurinn kemur — hjer erlend menning — með bætt-
um samgöngum, þá er þjóðin óviðbúin og óvön að velja
og hafna. Þá kemur svo mjög til greina skoðun manna
á því, hvað sje menning. Margir blanda saman tækni
og menningu (Civilisation og Kultur), og halda það
sje einn ljósasti vottur um menningu að geta geysað
á vængjum vindanna gegnum rúmið, eða að flytja
megi inn menningu á bílum og í flugvélum. En menn-
ing er ekki vara, heldur vöxtur. Sönn menning vex
samkvæmt ákveðnum lögum, alveg eins og grasið á
jörðinni, og á djúpar rætur í fortíðarreynslu þjóðanna,
en hún hleðst ekki upp eins og veggur. Þetta hefur
þjóðin verið meðvitandi um á öllum öldum, þessvegna
hefur skapast hjer menning. En menning vor er sjer-
,stæð og lítið yfirborðsleg. Og þesSvegna er það ef til
vill vorkunn, þó að íslendingnum finnist hann fátæk-
legur til fara og veigri sjer við að ganga til dyra eins
og hann er klæddur, þegar svokölluðum menningar-
þjóðum opnast leið til að sækja hann heim og þær
berja að dyrum. Það er vandi að vera fátækur, og
halda virðingu sinni óskertri gagnvart þeim, sem.rík-
ari eru og meira metnir. Af öllu ér því ógiftusamlegast
að skammast sín fyrir sjálfan sig. Nei, eina ráðið er
að vera eins og maður er, og helst með ósjálfráðri vit-
und um sitt innra verð. Það er vandi fyrir þessa þjóð
að koma fram fyrir heiminn, þjóð, sem engin sýnileg
mannaverk á, er jafnist á við mannvirki annara þjóða,
þjóð, sem á ekki annað en söguna sem hún hefur lifað
og skráð og ljóðin, sem hún hefur ort og sungið, og
svo sjálfa sig og landið, sem hefur borið hana. Hún