Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 69
títín m
Garðyrkjukonan í Skagafjarðarsýslu, Lilja Sigurð-
ardóttir frá Víðivöllum, skrifar 11. apríl 1928:
Jeg hef nú undanfarið verið að fara hjer um hrepp-
ana til að velja garðstæði á bæjunum, og verð að því
það sem eftir er af þessum mánuði, svo byi'j ar vinn-
an. — Jeg ætla, ef tíð verður svona góð, að byrja í
Lýtingsstaðahreppi 1. maí að setja niður kartöflur og
þ. h., þar eru svo víða laugagarðar.
3. ma/í. Nú er jeg að leggja af stað í kartöfluumferð-
ina, búin að fara um alt svæðið og velja garðstæðin
og panta girðingarefnið (flestir ætla, sem betur fer að
hafa net um garðana). Nú er um að gera að skógar-
plöntur og annað það, sem gróðursetja á, komi nógu
snemma, svo ekki standi á neinu. — Jeg vildi fegin
láta það af kaupinu mínu, sem jeg þarf ekki að borga
stúlku, sem sjer um fyrir mig heima í fjarveru minni,
til að kaupa fyrir plöntur handa blessuðu fólkinu. —
Þetta eru nú á 2. hundrað heimili, sem ætla að koma
upp hjá sjer görðum, og margt af því fátækt fólk, sem
leggur í að kaupa girðingu utan um þessa bletti, hálf
kvíðandi fyrir því að það beri engan ávöxt. — Svo
eru nokkur nýstofnuð ungmennafjelög að koma upp
stærri afgirtum svæðum fyrir sumar-skemtistað, og
geta tæpast bætt við miklum plöntukaupum. Jeg læt
alt sem jeg get úr mínum garði, á mikið af íslenskúm
blómplöntum. — Jeg hef námskeið hjer heirna nokkra
daga, og þar 'nemanda úr hverjum hreppi, sem fylgir
mjer svo um sinn hrepp allan, en einn mann leggur
hvert heimili til þann dag, sem þar er unnið. — Það
er áreiðanlegt, að fje fæst hjer á móti styrknum frá
Búnaðarfjelagi fsiands, bæði frá fjelögum og einstakl-
ingum.
5*