Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 107
Mn
105
nefni það helsta. — Menn hlaupa yfir fjöll og firn-
indi eins og þeir standa, algerlega verjulausir, með
þunna skó og sokka, slæman höfuð- og handabúnað o.
s. frv., að jeg ekki tali um klæðnaðinn í bílum og á sjó-
ferðum. Það er ekki hyggindum eða fyrirhyggju þessa
góða fólks að þakka, að þetta slampast oftast einhvern-
veginn af. —
Jeg var einu sinni samferða stúlkum úr Reykjavík
yfir fjallveg, þær voru á skemtiferð, gan'gandi. Við
lentum í hrakviðri, úrfelli og kulda, eins og oft á sjer
stað hjer á landi, þótt um hásumar sje. Jeg var bara
hrædd um að aumingja stúlkurnar króknuðu á heið-
inni, aðbúnaður var enginn, alt þunt og skjóllaust, úr-
lent hýjalín. Jeg veit ekki hvað úr því hefði orðið, ef
þær hefðu farið á mis við hinar ágætu viðtökur, sem
við fengum, þegar við komum til bygða, þær drifnar
úr bleytunni, rnjólk hituð ofan í þær og hlýtt og gott
rúm tií reiðu.
í artnað sinn var jeg samferða, í bifreið, ungri
sveitakonu, margra barna móður, og unglingsstúlku.
Þegar leiðin var hálfnuð, komst bifreiðin ekki lengra,
svo við urðum að ganga. Kalsaveður var á og nótt í
aðsigi. Konurnar voru svo illa búnar, að þær bárust
lítt af. Það var áreiðanlega ekki nokkur tætla af ís-
lenskri ull á þeirra skrokk, enda sá það á. — Til allrar
hamingju hafði jeg í bakpoka mínum nokkra vara-
hluti, sem jeg gat lánað þeim. Jeg hef sjaldan sjeð
mönnum bregða meira til batnaðar um líðan, þær urðu
bara sprækar og þóttust færar í flestan sjó.
Maður heyrir oft um, að þessi og þessi hafi veikst
upp úr innkulsi á ferðalagi, það á sjer víst oftar stað
en alment er álitið, því sjaldan er hrópað upp um
þessháttar, menn skammast sín fyrir það, sem-von er,
því lang-oftast er það að kenna hjegómaskap eða