Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 95
tílín
93
svæðið og sjest steinaröðin enn í dag. — í góðu veðri
sumarið 1924 gengum við Halldór bróðir minn þangað
uppeftir að skoða okkur um, því þá voru liðin 50 ár
frá því, við vorum þar á þjóðhátíðinni. Alt var þar
hrjóstrugt og ömurlegt eins og fyrir 50 árum, en út-
sýnið var skínandi fagurt upp til fjallanna og út yfir
eyjar og nes, og af þeim ástæðum hafði þessi staður
verið valinn fremur öðrum, en auðvitað var hann á
þjóðhátíðinni skreyttur fagurlega með blómsveigum og
fljettum, fallegum tjöldum, danspalli og ræðustól. Síð-
ari hluta dagsins hófst hátíðin þar efra. Mannfjöldinn
safnaðist saman á Austurvelli og gekk þaðan í fylk-
ingu upp eftir. Þegar þangað kom, setti bæjarfógetinn,
Lárus Sveinbjörnsson, hátíðina, og skiftust nú á ræðu-
höld og söngur, og tþluðu margir, bæði innlendir og
útlendir. Jónas Helgason, söngkennari, stóð með söng-
flokki sínum fyrir öilum söng, bæði í Reykjavík og á
Þingvöllum, en skáldin höfðu ort fjölda af hinum feg-
urstu ljóðum til hátíðarinnar, er síðar breiddust út um
landið og mátti heita, að þau væru í mörg ár sungin um
alt land og jafnvel enn ,\ dag sum þeirra.
Eftir hátíðina í Reykjavík hafði konungurinn og
Valdimar prins sonur hans, ásamt fylgdarliði og fylgd-
armönnum, farið austur að Geysi um Þingvöll, og voru
honum búin tjöld til gistingar í túninu á Þingvöllum.
Á Þingvöllum voru reist mörg og stór tjöld fyrir
fundahöld, veislur og samkomur. Stærsta tjaldið var
toppmyndað og út frá því stórar tjaldbúðir til beggja
hliða. Sigfús Eymundsson, ljósmyndari, stóð fyrir öll-
um útbúnaði og skreytingu tjalda þessara, með aðstoð
hins frábæra listamanns og fornfræðings, Sigurðar
Guðmundssonar málara. út frá þessum tjöldum voru
mörg stór tjöld, svo sem tjald Reykvíkinga, tjald stú-
denta, tjald iðnaðarmanna o. fl. Bak við öll þessi tjöld
var svo ætlað svæði fyrir smátjöld ferðamanna og voru