Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 33
Hlín
31
Sólbráð.
Erindi flutt á scmkomu' Rcvuðakrossdeildar Akureyrar
20. maí 1928.
islenskt vor hefir ekki í manna minnum komið með
jafn-heilögum friði og þetta vor, sem við nú lifum. —
Hjartaslög þess hafa lengst af verið svo reglubund-
in og unaðslega hlý, samstilling vórómanna svo himn-
esk, að það hlýtur að vora í sálum allra þeirra manna,
sem á annað borð geta bygt vetrinum nokkra stund út
úr huga sínum. — Umbótastarf vorsins hefir gengið
með svo miklum hljóðleik og kyrð, brumknappar
trjánna hafa ekki brotnað af fyrir stormi eða steypi-
flóði, öllum kröftum vorsins hefir verið stilt í hóf, svo
að ekkert fræ vaknandi lífs hefir farist fyrir ofsafeng-
inni starfsemi náttúruaflanna, sem æfinlega hefir
meiri og minni skemdir í för með sjei'. Mörg okkar
kannast við ofhraðar vorleysingar, hvernig æðisgengin
áhlaup vatnanna brutu bakkana og báru blágrýti og
urð á vorgróðurinn, og gerðu eyðimörk, þar seln áður
voru blómleg tún og grænar engjar, hvernig kolsvart-
ar skriðurnar fossuðu úr fjöllunum yfir gróðursælt
undirlendið og grófu alt líf, sem á vegi þeirra varð,
í stórgrýti og leðju. — Þið segið nú ef til vill, að ef
klakinn eftir síðastliðinn vetur hefði verið þykkri,
væri umbótastarf þessa vors of hægfara, en því er
ekki þannig háttað, reynslan hefir sýnt það, að aldrei
eru bráðar vorleysingar eins hættulegar og þegar
fönnin er djúp og klakinn mikill.
Þegar jeg var ung, Heyrði jeg oft talað um afskap-
lega harðan vetur, gamalt fólk segir, að það hafi verið
veturinn 1859. Þá voraði svo seint, að á sunnudags-
morguninn fyrstan í sumri, var Eyjafjörður, þessi
snjóljetta sveit, svo að segja eitt klakastykki; hvergi