Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 42
40
' Hlín
lögin og kvennaskólarnir verða að standa fyrir því
starfi, láta rannsókn fram fara um, hvernig því megi
haganlegast fyrir koma, og sjá syo um, að árangur
rannsóknanna nái til allra þeirra, sem eru að byggja
og ætla að byggja. —
Fyrir nokkrum árum gengust kvenfjelög í Noregi
fyrir samkepni um uppdrætti að tilhögun í eldhúsi.
Fjekk það mál hinar bestu undirtektir. Árangurinn
varð ágætur. Fyrirmyndareldhús voru gerð, og farið
með þau um endilangt landið til sýnis, ásamt viðeig-
andi áhöldum og ýtarleg bók með fjölda mynda var
gefin út um málið.
Augu manna eru að opnast fyrir nauðsyn þessa
máls, mönnum er að verða ljóst, hve afarmikilsvert það
er, að tilhögun í þessum mörgu vinnustofum sé gerð
eftir nákvæma yfirvegun, því að hér er ekkert smámál
á ferð, heldur þýðingarmikið stórmál, sem hefir víð-
tæk áhrif á velmegun þjóðanna.
Þegar maður fer að athuga hin ýmsu áhöld og verk-
færi, sem þurfa að vera í hverju góðu eldhúsi, verður
fyrst fyrir eldavjelin: Hjarta eldhússins. — Hún hefir
tekið afarmiklum breytingum á síðari árum, og sjer-
staklega gerbreyttist hjún, þegar rafmagnið kom til
sögunnar. — Fáar konur hjer á landi eiga enn því láni
að fagna, að hafa rafsuðuvjel, en það er takmarkið,
sem keppa verður að. — Flestar verða að búa við kola-
eldavjelina, og er þá mikils um vert að velja þá teg-
und, sem best hæfir, er drjúg á eldiviðinn, fljót að
hita, ljett að hreinsa, hitar eldhúsið sem minst upp og
bakar vel.
Miðstöðvareldavjelar breiðast óðum út, og eru tald-
ar að vera mjög hagkvæmar, þar sem mikið er eldað.
Sem sagt, val á eldavjel er þýðingarmikið atriði. —-