Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 99
Hlín
97
Klæðnaður.
Erindi flutt í Kennaraskólanum
af
Halldóru Bjamadóttur.
Það sem jeg vil gera að umtalsefni hjer í kvöld, er
klæðnaðurinn okkar. Það er mál, sem snertir alla: háa
og lága, ríka og fátæka, alþjóð frá ystu annnesjum til
instu dala. — Það snertir hvern einstakling og þjóðina
í heild, og má því óhætt kallast stórmál. — Stórmál
vegna þess, hve miklu af fjármunum þjóðarinnar er
varið til fatnaðar, stórmál sökum þess, hvert hlutverk
klæðin. hafa til að vernda heilsu manna — og stórþýð-
ingarmikið atriði er það loks, að þjóðin klæðist hag-
anlega og smekklega.
Jeg álít, að hver maður þurfi að gera sjer ljóst,
Hvaða stefnu hann vill taka í þessu rnáli, fljóta ekki
hugsunarlaust með straumnum, hugsa frjálst, en ekki
láta venjuna ráða lögum og lofum, hve heimskuleg sem
hún er.. .
Það sýnir ekki mikinn andlegan þroska eða mann-
gildi, að láta alt vitið, tímann og peningana í fatnað-
inn. Á hinn bóginn útheimtir það ekki lítinn andlegan
þroska, víðsýni og sjálfstæði, að klæða sig og sína
sparlega, heilsusamlega og fallega.
Jeg lít svo á, að þið, kennarar, hafið hjer, sem ann-
arstaðar, mikilvægt verk að vinna með orðum ykkar og
eftirdæmi
Hvað kostar það nú þjóðina að eiga fötin utan á sig?
Um það verður náttúrlega ekki sagt með fullri vissu,
en af útlendri álnavöru var árið 1927 flutt inn í land-
7