Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 151
I
Hlín 149
LambsJánn.
Lambskinn eru í litlu verði, og heyrt hef jeg sagt,
að sumir hirði þau varla, þyki það ekki svara kostnaði.
Þetta er slæmt, því þó við viljum engin loðskinn nota.
nema dýrindis skrautskinn, þá hafa aðrar þjóðir gam-
an af litlu hrokkinhærðu lambskinnunum og mundu
,kaupa þau, vel verkuð, fyrir þó dálítið verð.
Það hefur komið fram sú tillaga, að 1930 verði á
boðstólum, sjerstaklega handa útlendingum, nokkuð af
íslenskum smámunum, ódýrum en smekklegum. Þess
er vænst, að kvenfjelög og ungmennafjelög safni þess-
um smáhlutum, a. m. k. 25 hlutum hvert fjelag og
geymi til þess tíma, því að engin einstakur maður eða
stofnun hefur ástæður til að liggja með hluti, þó smá-
munir sjeu í hundraða eða jafnvel þúsundatali, og ekki
verður alt gert síðasta árið. — Það eru því vinsamleg
tilmæli mín, að menn athugi þetta með lambskinnin
meðal annars. Til þess er ekki miklu kostað, þó þau
sjeu geymd, en það þarf að þvo þau mjög rækilega
og álúnera þau, svo þau verði mjúk og gullhrein. Að-
ferðinni við að álúnera skinn er lýst í Hlín 9. árg.
(færeysk aðferð), og eflaust víðar. Skinnin eru söltuð
vel strax, vafin saman, látin liggja svo nokkra daga,
þá hrist upp og nuddað inn í þau álúni, látin liggja
með því nok"kuð, þá skafin, þvegin í ullarþvæli, síðan
í sápu og sóda, skoluð vel og hengd til þerris. Á meðan
þau eru að þorna, þarf oft að teygja þau og laga til. —
(Álúnið ætti að mega fá ódýrara í almennum verslun-
um en í lyfjabúðum).
Á sýningu í Stykkishólmi 1928 var ljómandi fallegt
lambskinn verkað með þessari aðferð og gæra líka.
Ekki eru þær í minni metum hjá útlendingum. Árlega
fara frá súturunum fjöldi af gærum til útlanda, en '
hægðarleikur er að álúnera þær heima, ef vel er vand-
að til um þvott og hirðingu alla. H. B, »Tíminn«.