Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 84
82
Hlin
orðið þjóðlegur. Og þá komum vjer að enn einum kosti
og einkenni heimilisiðnaðar, en það er, að hann er alt-
af þjóðlegur, og á því ekki lítinn þátt í sjerstæðri
menningu þjóðarinnar eins og áður er minst á.
Þá er það litlum vafa bundið, að heimilisiðnaðurinn
treystir heimilisböndin. Að því er svo farið, liggur í
því, að hlutirnir hafa tvennskonar gildi fyrir oss. Þeir
hafa verðgildi, peningagildi. En jafnframt hafa þeir
gildi, sem tölurnar ná ekki til. Það gildi skapar pér-
sónuleg tilfinning vor. Oss þykir misjafnlega vænt um
hlutina. Það getur verið af ýmsum ástæðum, en lík-
lega fer það minst eftir peningaverði þeirra. Oftast
mun oss þykja vænst um hluti, sem við er bundið eitt-
hvert brot af sögu sjálfra vor eða þeirra, sem vjer
unnum. En svo er því farið um hluti, sem vjer höfum
búið til sjálf. Þeir eru á einhvern hátt skyldari oss en
aðrir hlutir. Það er eins og með því að vinna að þeim,
hefðum vjer gefið þeim brot af lífi. Ef til vill liggur í
hugsuninni .einhver lífgandi máttur. En hvað sem
veldur, víst er það, að flestum þykir vænna um heima-
gerða hluti en aðkeypta. Og um leið og þetta samband
vort við hlutinn eykur ræktarsemina til heimilisins,
ætti það að vera vörh fyrir áhrifum og löngun eftir
aðfengnu dóti, sem ef til vill er aferðarfallegra í svip,
en er verðlaust fyrir oss að þessu leyti. Og þarna erum
vjer þá komin að því, sem í mínum augum er aðalmun-
urinn á heimilisiðnaði og verksmiðjuiðnaði, en það eru
áhrif hvors um sig á mannssálina, og þar höfum vjer
í raun og veru sannastan verðmælir, svo framarlega
sem það er rjett, að af öllu' sje mest vert um sál ein-
staklingsins. Munurinn liggur í því, að verksmiðju-
iðnaðurinn — eins og hann er rekinn nú — stendur í
litlu eða' engu sambandi við mennina og vantar því alt
andlegt innihald. Auk þess svæfir hann og sljóvgar sál
verkamannsins, í stað þess sem heimilisiðnaðurinn
/