Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 94
92
HVn
hann væri frændi hennar. Seinna fór Vilhjálmur norð-
ur í land og kom að Stað í Hrútafirði, þar sem síra Ei-
ríkur Gíslason, bróðir Hólmfríðar, var prestur, og
sagði hann honum, að þeir væru' systkinasynir. Þegar
Vilhjálmur kom suður aftur, sagði hann Hólmfríði frá
þessu og furðaði hann þá ekki á því, að hún hefði sjeð
svip með honum og bræðrum sínum.
f aprílmánuði spurðust þau tíðindi, að konungur vor,
Ki-istján 9., ætlaði að heimsækja ísland og sitja þjóð-
hátíð með íslendingum, þá um sumarið. Konungurinn
kom til Reykjavíkur 30. júlí, ásamt yngsta syni sín-
um, Valdimar prins, og öllu fylgdarliði, og var honum
fenginn latínuskólinn til afnota á meðan liann dveldi
hjer á landi. Sjálfur bjó hann hjá landshöfðingja,
Hilmari Finsen, en hafði veislur sínár og viðtöl í skól-
anum.
Þjóbhátíðin í Reykjavík var haldin sunnudaginn 2.
ágúst og stóð bæjarstjórnin fyrir þeirri hátíð. Hún
byrjaði með guðsþjónustu í dómkirkjunni og voru 3
' messur fluttar þennan dag. Við ferðafólkið að norðan
vorum í síðustu messunni kl. 1. Dómkirkjupresturinn,
Hallgrímur Sveinsson, síðar biskup, messaði, en Guð-
johnsens fjölskyldan, annálað söngfólk, annaðist söng-
inn. Pjetur Guðjohnsen var organisti dómkirkjunnar,
en þennan dag ljet hann Einar son sinn spila (hann
varð síðar læknir á Vopnafirði). Aldrei hefi jeg heyrt
lofsöginn »ó, guð vors lands« spilaðan og sunginn jafn
yndislega og í þetta sinn. Biskupinn, dr. Pjetur Pjet-
ursson, flutti hádegismessuna, og var konungur og
fylgdarlið hans þá í kirkju.
Þennan dag var þurt og gott veður, en nokkuð hvast,
þegar leið á daginn með moldryki, og bar meira á því,
af því að hátíðin var haldin uppi á há Öskjuhlíð. Há-
tíðarsvæðið hafði verið rutt rjett áður, og var því
moldin lausari en ella. Steinunum var raðað kring um