Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 137
Hlín
185
eldsneytið, sem gufar upp, en við það verður loginn
bjartari og heitari og ósar ekki.
Öll dýr og allar jurtir anda að sjer ildi í loftinu, en
kolsýru frá sjer. Að kolsýrumagnið í loftinu eykst ekki
að heldur, stafar af því, að jurtirnar lifa aðallega á
henni. Þær halda við jafnvæginu í heiminum hvað kol-
sýruna snertir. En um leið hafa þær gert annað, sem er
engu þýðingarminna. Þær hafa tekið kolefnið, sem er
dautt steinefni, og breytt því í lífrænt efnasamband,
en svo kallast þau efnasambönd, er líkamir alls þess
sem lifir eru nær eingöngu gerðir af. Þessi efnasam-
bönd eru aðallega þrenskonar: Kolvetni (kolefni og
vetni), fitur og kolhydröt (kolefni, vetni'og ildi) og
eggjahvítuefni (kolefni, köfnunarefni, ildi, vetni og
oftast dálítið af brennisteini). öll þessi efnasambönd
eru meira eða minna í jurtunum, og þar sem alt dýra-
líf byggist á jurtunum, eru þau líka aðalefni allra
dýra, þegar vatnið er frátalið. Hjer er því um eina af
mikilvægustu kolamyndunum heimsins að ræða, og
hingað eiga bæði kola- og steinolíulindir jarðarinnar
rót sína að rekja.
M Á L M A R.
Ahimínum er sá málmur, sem talið er að mest sje
af í jörðinni, en finst þó aldrei öðruvísi en í sambönd-
um. Þáð er hvítur, gljáandi málmur, mjög ljettur í
sjer, linur og' teygjanlegur og þolir vel áhrif lofts. Nú
orðið er alumin mjög notað í allskonar áhöld og ílát,
einkum eldhúsgögn og í flugvjelar. Af því að alumin
sýrist lítið í lofti, er það oft notað til þess að húða með
því járnáhöld til þess að verja þau ryði. — Alumin er
meira og minna í nær því öllum algengum steina- og
leirtegundum, en sjerstök sambönd af því eru þekt
undir ýmsum nöfnum. Gimsteinarnir korund (glær,
litarlaus), rúbín (rauður) og safír (blár) eru t. d.